564 4050

Hjól - Coach By Color

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Salur 3

Kennarar

Jóna Ellen Valdimarsdóttir

Hóptímakennari

Leó Kristberg Einarsson

Spinning- og CBC kennari

COACH BY COLOR

Cocah by color er komið í sumarfrí

Allra heitustu hjólatímar sögunnar eru að byrja hjá okkur í Sporthúsinu!
Þessir hjólatímar eru byggðir upp á flottu æfingarkerfi sem er frábær leið til þess að viðhalda eða komast í gott hjólaform.
Kennt er á ljósum, hraða/snúningum og eftir litum.
Litirnir eru hvítur, blár, grænn, gulur og rauður. Litirnir gefa til kynna álagið/erfiðleikastigið sem unnið er á. Hvítur er léttasta álagið og rauður það erfiðasta.
Hjólað er á wöttum/FTP-tölu eða eftir hámarksgetu hvers og eins.

Upplifuninni svipar til þess að hjóla úti í miserfiðu umhverfi, líkt og að hjóla utandyra í íslenskum aðstæðum.
Hér geta allir tekið þátt, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn. Þú finnur þína wattatölu út frá upplýsingum sem hjólinu eru gefnar í byrjun hvers tíma eða tekur wattaprófið þegar færi gefst (frekari upplýsingar verða veittar um það síðar).
Í watta-prófinu fáum við persónulega vinnslutölu sem við getum bætt með reglulegum æfingum. Þessi tala er síðan stillt inn í hjólið í byrjun hvers tíma, ásamt fleiri upplýsingum eins og kyn, aldur, þyngd o.fl. Með þessum hætti æfir hver og einn á sínum forsendum og eftir sinni getu.

Hvetjandi tónlist, jákvæð leiðsögn og flott hópefli

Untitled-9