564 4050

Auðunn Eiríksson

Auðunn Gunnar er vestfirðingur og hefur alla tíð verið mikið í alls konar íþróttum og æfði á yngri árum, frjálsar, sund, fótbolta og körfubolta. Einnig sá hann um að þjálfa yngri iðkenndur og starfaði einn vetur sem íþróttakennari í Grunnskóla Önundarfjarðar auk þess að þjálfa kvennablak lið á Ísafirði líka. Síðustu 11 ár hefur Auðunn verið fastagestur í Bootcamp og tekið þátt í nokkrum keppnum í þrekmótaröðinni.

Síðust ár hefur Auðunn orðið algjörlega háður hjólaíþróttinni og í sumar tók hann þátt í nánast öllum götuhjólakeppnum sem haldnar voru á landinu. Hann hefur 3 sinnum tekið þátt í WOW Cyclothon í 10 manna liðum og var í sumar í 2. sæti í karlflokki með liði sínu Fjallabræðrum. Auðunn varð í 2. sæti í sínum aldursflokki í Bikarmótaröð HRI í Tímatöku keppnum í sumar. Hann hefur svo æft á CBC hjólum með Breiðablik núna í rúmt ár.

Auðunn er með BA gráðu í Sálfræði og vinnur sem Mannauðsstjóri hjá BYKO milli þess sem hann þjálfar í Sporthúsinu.

Auðunn Eiríksson

CBC hóptímakennari

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Allir geta eitthvað | 30. jan & 13. feb

Build N' Burn

Hot Body

Dansskóli Birnu Björns | 9. jan

Hot FIT

Crossfit Grunnur | 13. feb

CrossFit Comeback | 18. & 19. feb

Power Pilates | 10. jan

TÝR | Glíma fyrir börn 6-12 ára | 4. jan

TÝR | TÝR Grunnur | 9. jan