564 4050

Power Pilates | 21. maí

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 31.990,- kr.
6 vikna námskeið hefst 21. maí

Salir

Salur 5

Kennarar

Helga Lind Björgvinsdóttir

Námskeiðakennari

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 17:00 Salur 5 Helga Lind

Fimmtudaga

Kl. 17:00 Salur 5 Helga Lind

Næsta 6 vikna námskeið hefst 21. maí

14

Kennt kl. 17:00 á þriðjudögum og fimmtudögum

Námskeið fyrir konur jafnt sem karla
ATH! 15 ára aldurstakmark er á þetta námskeið.

Power Pilates eru kröftugar Pilates- og barre æfingar ásamt öðrum styrktaræfingum. Unnið er með alla vöðva líkamans með ríkri áherslu á djúpvöðana. Djúpvöðvarnir liggja næst hryggsúlunni og eiga því að halda okkur í réttri líkamsstöðu.

Æfingarnar auka styrk, liðleika og líkamsvitund ásamt því að bæta líkamsstöðuna. Kennd er rétt beiting öndunar sem hjálpar enn frekar við að tengja við djúpvöðvana, ásamt því að losa um stress/streitu og auka einbeitingu.

Æfingarnar henta byrjendum sem lengra komnum þar sem unnið með mismunandi erfiðleikastig.

Unnið er í 34-36 gráðu heitum sal með létt hand-og ökklalóð, teygjur og litla pilates bolta.
Einnig er hægt að vinna án allra áhalda og á eigin getu.


Ummæli þátttakenda:

"Helga Lind er einstakur þjálfari og Pilates tímarnir eru bæði vandaðir og fjölbreyttir. Námskeiðið hefur hjálpað mér að byggja upp styrk eftir barns eignir, kennt mér að beita réttri líkamsstöðu og bjargað stoðkerfinu mínu. Eftir að fara til Helgu Lindar get ég ekki hugsað mér að hætta. Power pilates er vandaðasta námskeið sem ég hef farið á og því gef ég því mín bestu meðmæli."

Sigríður Rakel Ólafsdóttir

"Klárlega ein af betri ákvörðum mínum að prófa Power pilates hjá Helgu Lind en fjórum árum seinna get ég ekki án tímanna verið. Finn mikinn mun líkamlega, sérstaklega hvað snýr að upphandleggjum, baki og miðju. Vöðvabólgan er farin og ósjálfrátt réttist úr manni um nokkra centímetra þar sem Helga Lind leggur mikið upp úr réttri líkamsbeitingu, vinna hægt og ná að virkja djúpvöðvana. Andlega hliðin er ekki síðri en eftir langan vinnudag er ekkert betra en að mæta í heitan sal og taka á því. Helga Lind er einfaldlega best."
Guðmunda Kristjánsdóttir

"Ég hef stundað Power pilates hjá Helgu Lind lengi af því hún er besti þjálfari sem ég hef verið hjá. Allir vöðvahópar eru teknir fyrir og fjölbreytni æfinga mikil svo maður staðnar aldrei. Pilates hefur ekki bara styrkt mig, liðkað og bætt líkamsstöðu heldur er ég algjörlega hætt að fá vöðvabólgu í axlirnar. Pilates krefst þess að maður hugsi um tækni, öndun og samhæfingu, allt á sama tíma svo ekkert rými er fyrir amstur dagsins og maður kemur algjörlega endurnærður úr tíma."
Brynja Björk Harðardóttir

"Ég hef verið í Power Pilates hjá Helgu Lind í rúmlega eitt og hálft ár. Ég finn mikinn mun á styrk hvort sem snýr að maga, baki, höndum, lærum eða kálfum. Pilates hjá Helgu er frábær leið til að styrkja sig en um leið stuðla að auknum liðleika og vellíðan. Helga er dásamlegur kennari sem útskýrir allar æfingar afskaplega vel og minnir mann reglulega á mikilvægi þess að anda sig rétt í gegnum æfingarnar. Æfingarnar eru í senn fjölbreyttar og skemmtilegar þar sem hver og einn ræður sínu erfiðleikastigi. Ég mæli hiklaust með Power Pilates."
Ásdís Kristjánsdóttir


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að senda póst á alma@sporthusid.is.

Veldu námskeið í vefverslun hér að neðan, settu vöru í körfu, veldu fjölda námskeiða og haltu áfram inn á greiðslugátt. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 31.990,- kr.
6 vikna námskeið hefst 21. maí