564 4050

Uppsagnarákvæði

Í öllum samningum eru uppsagnarákvæði. Uppsögn tekur aldrei gildi fyrr en að binditíma loknum.

Hægt er að segja upp samningi hvenær sem er á binditímanum og tekur uppsögn þá gildi að binditíma loknum.

Úrsagnir verða að vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum og þeim skilað í móttöku. Ekki er tekið við uppsögnum í síma.

Ef samningi sem er ekki á binditíma er sagt upp er uppsagnarfrestur reiknaður út frá dagsetningu uppsagnar og er fresturinn þá þrír mánuðir. Samningar eru greiddir eftir á, þ.e. fyrsti gjalddagi er næstu mánaðamót eftir undirskrift samnings.

Samningar eru ekki frystir á samningstíma. Ef um veikindi eða slys er að ræða skal framvísa vottorði og er hvert mál skoðað og metið út frá aðstæðum.

Ekki er hægt að opna á beingreiðslu hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. Ef um ófjárráða einstaklinga er að ræða þarf undirskrift forráðamanns.

Ef annar greiðandi er á samningi þarf einnig undirskrift hans svo hægt sé að opna á beingreiðslur.

Ef breyta þarf bankaupplýsingum á samningi þarf að skrifa undir nýjan samning svo hægt sé að virkja beingreiðslu. Tilkynna þarf breytingar til skrifstofu.

Vinsælt

HIIT

Hot Body

ISR Neyðarvörn - 20. okt

Hot Yoga

Ólympískar lyftingar - 22. okt

Power Pilates - 22. okt

Yogalates

Salsa - NÝTT