564 4050

Allir geta eitthvað | Framhald | 6. feb

Upplýsingar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 32.000,- kr.
4 vikna námskeið hefst 6. febrúar

Salir

Salur 4

Kennarar

Heiðrún Finnsdóttir

Námskeiða og Crossfit kennari

Allir geta eitthvað | 4 vikna námskeið

Næsta námskeið hefst 6. febrúarr

1

Lokaður hópur fyrir konur þar sem markmiðið er að koma saman, æfa, hlægja, dansa og hafa gaman, æfingar 5x í viku og hægt að velja úr tímum.

Hér myndast einskonar saumaklúbba stemming þar sem allir fá tækifæri til að æfa og hafa gaman. Í Allir Geta eitthvað er lögð áhersla á að koma hreyfingu í vana, búa til jákvæða tengingu við líkamsræktina og um fram allt, að hafa gaman. Heiðrún leggur mikin metnað í að búa til góða stemmingu og skemmtilegt samfélag kvenna þar sem allir eru velkomnir óháð getustigi. Í Allir Geta Eitthvað geta allir verið með óháð líkamlegu ásigkomulagi og getustigi. Þegar þú skráir þig í Allir Geta Eitthvað færðu aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem þjálfarar leggja sig fram við að fræða, deila uppskriftum, áskorunum og hvetja hópinn áfram.

Tímasetning:
• Mánudaga: 8:15 - Sportbraut
• Þriðjudaga: 19:30 - Crossfit salur
• Miðvikudaga: 8:15 - Sportbraut
• Fimmtudaga: 19:30 - Crossfit salur
• Föstudaga: 8:15 - Sportbraut

Innifalið og gott að vita:
• Tíminn er 45-60 mínútur
• Aðgengi að 2 þjálfurum í gegnum læstan facebook hóp utan æfinga.
• Stuðningur og pepp
• Aðgengi að tækjasal
• Aðgengi að opnum tímum Sporthússins
• Aðgengi að tímum Crossfit Sport
• Lengd námskeiðs - 4 vikur
• Hægt að skrá sig í áskrift

Heiðrún mælir með að iðkendur kaupi sér glósubók til að skrifa niður æfingarnar og notist við smart markmið til að mæla árangur.


Um Heiðrúnu
Allir geta Eitthvað er hugarfóstur Heiðrúnar Finns en hugmyndin kviknaði þegar hún stóð sjálf í þeim sporum að vilja bæta eigið hreysti en vita ekki hvernig eða hvar hún ætti að byrja.

Heiðrún fékk leið á misvitandi upplýsingum og gafst upp á þurrum kjúklingabringum með grænmeti í öll máll. Hún ákvað því að taka stjórnina í eigin hendur, prófa alla hreyfingu sem hún komst í og fór á hvert heilsueflingar námskeið og næringarþjálfunar námskeið á fætur öðru. Hún kynnti sér markmiðasetningu, tók diploma í markþjálfun, fræddist um þjálfun hreyfihamlaða og sótti sér CF-L1 réttindi.

Heiðrún hefur sérhæft sig í námskeiðum og þjálfun þeirra sem glíma við króníska verki, ofþyngd, skerta hreyfigetu eða andlega kvilla sem oft spila stóran þátt í að viðkomandi treysti sér ekki í líkamsræktina. Hún hefur sjálf reynslu af því að standa á byrjunarreit og þess vegna vel í stakk búin til þjálfa og skilja einstaklinga sem eru að byrja.


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 32.000,- kr.
4 vikna námskeið hefst 6. febrúar