564 4050

Allir geta eitthvað | 4 vikna námskeið | 11. okt

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 24.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 11. október

Salir

Salur 1

Salur 3

Kennarar

Heiðrún Finnsdóttir

Námskeiða og Crossfit kennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 08:30 Salur 3 Heiðrún
Kl. 09:30 Salur 1 Heiðrún

Miðvikudaga

Kl. 08:30 Salur 3 Heiðrún
Kl. 09:30 Salur 1 Heiðrún

Föstudaga

Kl. 08:30 Salur 3 Heiðrún
Kl. 09:30 Salur 1 Heiðrún

Allri geta eitthvað | 4 vikna námskeið

Næsta framhaldsnámskeið hefst 11. okt

Untitled-4

Námskeið fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að hreysti en vita ekki hvar á að byrja, finna til óöryggis vegna líkamlegra- og andlegra kvilla eða flosna reglulega úr líkamsræktinni Námskeiðið byggir á hugmyndafræði Crossfit og gildir sem grunnnámskeið í íþróttina.

Hver tími byrjar á 10-15 mínútna fyrirlestri þar sem þjálfari fer yfir mataræði, svefnvenjur og ávinningin sem líkamleg þjálfun gefur okkur. Æfingarnar eru á allra færi en á námskeiðinu förum við yfir helstu hreyfingarnar í Crossfit og hvers vegna Crossfit virkar. Þjálfarinn leggur mikið upp úr skemmtilegum og fróðlegum tímum þar sem Allir Geta Eitthvað.

Smart Markmið
Í upphafi hvers námskeiðs leiðir þjálfarinn hópinn í gegnum markmiðasetningu og kennir hvernig við notum SMART markmið til að mæla árangur. Á námskeiðinu notar hópurinn markmiðin til að mæla árangur frá degi 1 og þar til námskeiðinu lýkur.

Á námskeiðinu leggur þjálfari áherslu á að allir geti tekið þátt í æfingum burtséð frá líkamlegri getu.

Hugmyndafræðin er sú sama og í Crossfit, það geta allir verið með, allir geta eitthvað en einstaklingar gætu þurft að breyta æfingunum vegna meiðsla, verkja eða hreyfihamlana.

Námskeiðið er sett upp með það í huga að fræða og kenna einstaklingum hvað hreysti er og hvað við græðum á því að vera hraust.


Hver tími er sirka 45-60 en skipulagið á þeim er eftirfarandi:

Fyrirlestur - 10-15 mín
Upphitun - 10-15 mín
Æfing - 10-15 mín
Teygjur - 5-10 mín

Að námskeiði loknu
Þegar námskeiði líkur geta einstaklingar valið milli þess að færa sig í Crossfit Sportið og taka almenn WOD eða halda áfram á framhaldsnámskeiði með öðrum sem lokið hafa Allir Geta Eitthvað.

Um Heiðrúnu
Allir geta Eitthvað er hugarfóstur Heiðrúnar Finns en hugmyndin kviknaði þegar hún stóð sjálf í þeim sporum að vilja bæta eigið hreysti en vita ekki hvernig eða hvar hún ætti að byrja.

Heiðrún fékk leið á misvitandi upplýsingum og gafst upp á þurrum kjúklingabringum með grænmeti í öll máll. Hún ákvað því að taka stjórnina í eigin hendur, prófa alla hreyfingu sem hún komst í og fór á hvert heilsueflingar námskeið og næringarþjálfunar námskeið á fætur öðru. Hún kynnti sér markmiðasetningu, ttók diploma í markþjálfun, fræddist um þjálfun hreyfihamlaða og sótti sér CF-L1 réttindi.

Heiðrún hefur sérhæft sig í námskeiðum og þjálfun þeirra sem glíma við króníska verki, ofþyngd, skerta hreyfigetu eða andlega kvilla sem oft spila stóran þátt í að viðkomandi treysti sér ekki í líkamsræktina. Hún hefur sjálf reynslu af því að standa á byrjunarreit og þess vegna vel í stakk búin til þjálfa og skilja einstaklinga sem eru að byrja.

Kennt:

Grunnur
Kl. 08:30 á mán, mið og fös í 4 vikur í senn

Framhald
Kl. 09:30 á mán, mið og fös í 4 vikur í senn

Búnaður: Venjuleg íþróttaföt, glósubók og penni


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 24.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 11. október