564 4050

Allir geta eitthvað | 9. maí

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 26.990,- kr.
6 vikna námskeið hefst 9. maí

Salir

Salur 4

Kennarar

Heiðrún Finnsdóttir

Námskeiða og Crossfit kennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 08:00 Salur 4 Heiðrún Framhald

Þriðjudaga

Kl. 19:30 CF salur stóri Heiðrún Framhald

Miðvikudaga

Kl. 08:00 Salur 4 Heiðrún Framhald

Fimmtudaga

Kl. 19:30 CF salur stóri Heiðrún Framhald

Föstudaga

Kl. 08:00 Salur 4 Heiðrún Framhald

Allir geta eitthvað | 6 vikna námskeið

Næstu framhaldsnámskeið hefjast 9. maí (2x í viku kennt í 6 vikur)

1

Í Allir Geta Eitthvað leggjum við áherslu á að hreyfa okkur í skemmtilegu umhverfi, koma hreyfingu í vana og umfram allt, hafa gaman. Námskeiðin eru tilvalin fyrir byrjendur og henta þeim konum sem þurfa meiri pepp og hvatningu til að koma sér af stað.

Við vinnum með hefðbundnar Crossfit æfingar og blöndum SMART markmiðasetningu við æfingarnar til að mæla árangur og fylgjast með framförum. Við lærum að hreyfa okkur, byggjum upp styrk og eflum úthaldið. Hér eru allir velkomnir og hóparnir fámennir en þjálfarinn leggur sig fram við að veita persónulega þjónustu.

Þjálfarinn vill um fram allt að iðkendur öðlist:

• Aukna hreyfigetu
• Aukin styrk
• Betra úthald
• Bætt mataræði
• Jákvæða upplifun
• Fræðslu

Námskeiðið er lokað fyrir konur


**Verð námskeiðis er 26.990,-*

Þáttakendur fá aðgang að læstum facebook hóp þar sem þjálfarinn heldur vel utan um einstaklinginn og reynir um fram allt að veita persónulega og góða þjónustu


Um Heiðrúnu
Allir geta Eitthvað er hugarfóstur Heiðrúnar Finns en hugmyndin kviknaði þegar hún stóð sjálf í þeim sporum að vilja bæta eigið hreysti en vita ekki hvernig eða hvar hún ætti að byrja.

Heiðrún fékk leið á misvitandi upplýsingum og gafst upp á þurrum kjúklingabringum með grænmeti í öll máll. Hún ákvað því að taka stjórnina í eigin hendur, prófa alla hreyfingu sem hún komst í og fór á hvert heilsueflingar námskeið og næringarþjálfunar námskeið á fætur öðru. Hún kynnti sér markmiðasetningu, tók diploma í markþjálfun, fræddist um þjálfun hreyfihamlaða og sótti sér CF-L1 réttindi.

Heiðrún hefur sérhæft sig í námskeiðum og þjálfun þeirra sem glíma við króníska verki, ofþyngd, skerta hreyfigetu eða andlega kvilla sem oft spila stóran þátt í að viðkomandi treysti sér ekki í líkamsræktina. Hún hefur sjálf reynslu af því að standa á byrjunarreit og þess vegna vel í stakk búin til þjálfa og skilja einstaklinga sem eru að byrja.


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 26.990,- kr.
6 vikna námskeið hefst 9. maí