564 4050

Infrared Yin Yoga

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Áróra Yoga

Kennarar

Una Kolbeinsdóttir

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í hóptíma okkar

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu.

SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR


12

ATH. það er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tímana af hreinlætisástæðum.

Yin jóga er mjúkt jóga þar sem unnið er á liðamótum, vöðvafestingum og tengivef.
Áhersla er á algera kyrrð, að vera í núinu og auka meðvitund okkar um líðan okkar og líkamsvitund.

Flestar stöður í Yin jóga eru gerðar sitjandi eða liggjandi og er þessi tegund því tilvalin fyrir alla.

Stöðunum er haldið í 3 – 10 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði og næra djúpvefi, bein og liðamót.
Notast er við kubba til stuðnings eftir þörfum.

Með því að stunda Yin jóga náum við betra jafnvægi á líkamann, komum í veg fyrir samfall, ótímabæra hrörnun, samgróning og aukum rakaflæðið.

Yin jóga styrkir og lengir vöðva meðan önnur hreyfing (yang) styrkir og á það til að stytta vöðvana.
Hreyfigeta eykst með því að stunda Yin með Yang og er frábær viðbót við aðra líkamsrækt auk þess sem við styrkjum huga og sál.