564 4050

Body Reroll

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

Guðrún Bjarnadóttir

Hóptímakennari og CrossFit kennari

Íris Dögg Ingadóttir

Hóptímakennari

Nína Halldórsdóttir

Hóptímakennari og einkaþálfari

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í hóptíma okkar

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu.

SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR


Body Reroll er nýtt æfingakerfi frá Heklu Guðmunds sem samanstendur af bandvefslosun, hreyfi- og djúpteygjum og slökun

Líkami þinn á skilið annað tækifæri!

1

Body Reroll er nýtt æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum.

Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.

Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.

Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.

Body Reroll getur hjálpað til við að:
• draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu,
• auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika,
• bæta líkamsstöðu,
• undirbúa líkamann fyrir átök,
• og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt.

Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum.

Body Reroll er kennt í heitum sal. Laugardagstímar eru í Infrared sal Áróra Yoga


UMMÆLI:
"Ég er búinn að vera í þjálfun fyrir Laugavegshlaupið síðan í september. Þjálfunin setur mikið álag á líkamann og sérstaklega fætur og hné. Ég nota tíma í Body Reroll til að vinna á móti þessu álagi og hafa þeir reynst mér nauðsynlegir, viðhalda styrk og liðleika og hjálpa til við endurheimt."
Sturla Þór Björnsson

"Body Reroll er það allra besta sem ég hef kynnst til að vinna á stífleika og bólgum í líkamanum. Eftir að ég byrjaði á námskeiði hjá Heklu þá hef ég upplifað aukinn liðleika og bætta hreyfifærni. Smám saman hafa verkir og doði minnkað og líkamleg líðan orðið betri. Get ekki mælt nógu mikið með Heklu. Hún er ekki bara dásamleg heldur fagmaður fram í fingurgóma!"
Marín Ólafsdóttir