564 4050

Tabata FIT

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 1

Kennarar

Klara Lind Þorsteinsdóttir

Hóptímakennari og íþróttafræðingur

Louisa Christina

Hóptímakennari

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 06:00-60 Salur 1 Louisa

Fimmtudaga

Kl. 06:00-60 Salur 1 Louisa

untitled (26 of 68)

Tabata FIT eru frábærir tímar sem innhalda blöndu af brennslu- og styrktaræfingum (með léttum lóðum).
Unnið er í stuttum en áköfum æfingalotum og markmiðið er að ná hámarks púls til þess að eftirbrennslan verði sem áhrifaríkust.

Að sjálfsögðu eru rólegar endurheimtarlotur þar sem hvílt er á milli æfinga.

Þessi tegund æfinga virkjar bæði loftháða og loftfirrða brennslukerfið.
Árangur slíkra æfinga er fólginn í því að grunnbrennsla líkamans verður mun hraðari yfir allan daginn og einnig í því að stuttar og erfiðar loturnar hjálpa til við að viðhalda vöðvamassanum. Meiri árangur næst á skemmri tíma þar sem æfingin er mun erfiðari en æfingar á lægri púls.

Þetta er frábær alhliða hreyfing, þar sem hvatning, félagsskapur og góð tónlist munu drífa þig áfram!