564 4050

Infrared Vinyasa

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

Björg Halldórsdóttir

Yoga kennari

Heiðbrá Björnsdóttir

Áróra Yoga kennari

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í hóptíma okkar

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu.

SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR


11

ATH. það er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tímana af hreinlætisástæðum.

Tímarnir eru kenndir í infrarauðum sal Áróra Yoga.
Vinyasa tímarnir okkar eru fjölbreyttir og kröftugir tímar sem styrkja bæði líkama og sál. Hver tími inniheldur nokkur stutt flæði eða eitt langt flæði þar sem nýrri stöðu er bætt ofan á flæðið í hverri endurtekningu. Hvert flæði (flow) inniheldur mismunandi röð af yoga stöðum (asanas) og er áhersla á að styrkja ákveðna hluta líkamans í hverjum tíma fyrir sig.

Hver tími hefst á huglægri og líkamlegri upphitun, síðan tekur við flæði í átt að ákveðinni hámarks stöðu (peak pose). Þar á eftir er unnið með sitjandi eða liggjandi stöður og að lokum er svo boðið upp á algjöra slökun og endurheimt.

Þú mátt búast við því að byggja upp góðan grunn að höfuðstöðu og handstöðu, ásamt því að auka styrk og liðleika með reglulegri endurkomu í tímana. Hver iðkandi framkvæmir stöðurnar á eigin forsendum og ákveður hversu langt hann fer hverju sinni.

Vinyasa tímarnir okkar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum