564 4050

Kæru viðskiptavinir og starfsmenn

English below

Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga.

Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum.

Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.
Lokunin tekur gildi frá og með 23. október.

Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.

Mig langar að lokum að benda á það að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókna í Sporthúsið (um 1 milljón heimsókna), frá því að Covid-19 hófst, þá hefur eftir minni bestu vitund ekkert smit verið rakið til okkar. Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.

Með von um að friður skapist í samfélaginu með þessari ákvörðun og vonandi getum við opnað Sporthúsið að fullu áður en langt um líður.

Kær kveðja,

Þröstur Jón


Dear customers and employees

Taking into account the dissatisfaction that arose in our community with the decision of Sporthúsið to use the authority provided for in a regulation from the Minister of Health to open for group sessions, despite the fact that the Chief Epidemiologist did not recommend it in a memorandum he issued.

In light of the recommendations of the epidemiologist, it's my opinion that reopening Sporthúsið, Crossfit, BootCamp, SuperForm and other group classes that take place at your gyms, was premature.

Due to the discussion from the epidemiologist that has appeared in the media and the great division that seems to exist in the community since the reopening of gyms took place, I have decided to take responsibility and close our operations again, with the hope that it is the right decision with the public interest in mind.
Therefore, Sporthúsið will be closed from October the 23rd.

I sincerely apologize for the inconvenience this may have caused and hope that together we will manage to go through this wave of Covid-19 virus as quickly and safely as possible.

Finally, I would like to point out that despite the huge number of visits to Sporthúsið (about 1 million visits) since the start of Covid-19, to the best of my knowledge no infection has been traced to us. In my opinion, any discussion about fitness centers being a breeding ground for Covid-19 does not apply to our operation, as we and our customers have put enormous effort into maintaining our facilities disinfected.

**With the hope that peace will be restored in our community with this decision and hopefully we can open Sporthúsið within a few weeks. **

Best regards,

Þröstur Jón

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 20. maí

CrossFit Comeback | 4. og 6. júní

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2024

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl