564 4050

Um Sporthúsið

Árið 2002 var tveimur tennishöllum mikið breytt og byggt stálgrindarhús milli þeirra. Í september sama ár opnaði Sporthúsið svo formlega. Starfsemin var rekin af upphaflegum eigendum til ársloka 2007, en þann 1. janúar 2008 tóku núverandi eigendur við rekstrinum, þeir Þröstur Jón og Ingi Páll Sigurðssynir. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Sporthússins frá því að þeir tóku við, en þar ber helst að nefna endurnýjun tækja, endurnýjun búnings- og sturtuaðstöðu, opnun nýrra námskeiðasala, opnun sjúkraþjálfunarstofu, kírópraktorstofu, verslunar, snyrtistofu og margt fleira.

Húsnæði Sporthússins er hátt í 7.000 fermetrar og innan veggja þess starfa nú yfir 160 manns, ýmist sem launþegar, verktakar eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Áætlað er að um 90 ársverk sé að ræða.

Viðskiptavinir Sporthússins eru á öllum aldri og óhætt að segja að þeir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Markmiðið okkar er að veita framúrskarandi persónulega þjónustu með það að leiðarljósi að viðskiptavinir okkar nái settum markmiðum og varanlegum árangri.

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 12. ágúst

CrossFit Comeback | 4. og 6. júní

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2024

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 13. maí