564 4050

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin hreyfing - 8 vikna grunnnámskeið

Námskeiðið hentar þeim sem eru að taka sín fyrstu skrefin í líkamsrækt eða eru að koma sér af stað eftir hlé.
Hér er lagt upp úr öflugu utanumhaldi og hvatningu.
Þjálfunin byggist á blöndu af þoli, styrk, liðleika og jafnvægi.
Álagið er stigvaxandi í gegnum námskeiðið með einstaklingsnálgun að leiðarljósi.

Hugmyndafræði námskeiðsins:

• Mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir.
• Koma hreyfingu í rútínu og innleiða heilsusamlegan lífsstíl í daglegt líf í formi hreyfingar, fræðslu og utanumhalds.
• Fjölbreyttir fræðslupistlar og hvatningarerindi og unnið er út frá öllum hliðum heilsunnar (hreyfing, næring, hugur og svefn).

Innifalið í námskeiði:

• Hópþjálfun í 8 vikur, (kennt 2x í hóp + 1x sjálfstæð þjálfun eftir áætlun sem ákveðin er í samvinnu við íþróttafræðing). Mæting samtals þrisvar í viku.
• Lokaður Facebook-hópur með vikulegum fræðslupistlum og hvatningarerindum.
• Upphafs- og lokaviðtal hjá íþróttafræðingi (2x15 mín.).
• Aðgangur að þriðja tímanum í viku á áhugasviði þátttakanda (fjölbreyttir opnir tímar, þjálfun í tækjasal o.s.frv.).
• Fullur aðgangur að Gullinu, þjálfara í tækjasal, opnum tímum í Sporthúsinu og að potti og sauna.

Lögð er sérstök áhersla á persónulega nálgun og er leiðbeinandinn í góðu sambandi við alla þátttakendur og fylgir þeim vel eftir. Til að árangur náist þurfa þátttakendur að taka virkan þátt á námskeiðinu til að byggja upp fjölbreyttan grunn til frambúðar.

Verð: 48.000 kr.

Skrá og greiða fyrir næsta námskeið HÉR

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 20. maí

CrossFit Comeback | 4. og 6. júní

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2024

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl