Grunnnámskeið Crossfit sport
Námskeiðið sjálft er 2 vikur (6 kennslustundir), að þeim loknum færðu 6 vikna aðgang í CrossFit Sport þar sem þér er velkomið að mæta á hvaða tíma sem þér hentar, í bæði CrossFit tíma og Ólympískar lyftingar
3 æfingar í viku
- Farið er yfir grunnatriði Cross Fit
- Formið byggt upp
- Rétt líkamsbeiting og tækni
Nánari upplýsingar um almenna tímatölfu Crossfit Sport HÉR
Innifalið:
- Kennsla í réttri líkamsbeitingu og öruggri æfingatækni
- Faglegur og traustur undirbúningur fyrir framhaldsþjálfun hjá CrossFit Sport
- 3-4 CrossFit æfingar á viku
- Aðgangur að Sporthúsinu og öllu því sem þar er boðið upp á
Hvað er CrossFit?
CrossFit er starfræn (e. functional) líkamsrækt fyrir unga jafnt sem aldna og sterka jafnt sem veika. CrossFit byggir á síbreytilegri blöndu lyftinga, líkams- og þolæfinga, með það að markmiði að búa iðkendur sem best undir hið óþekkta og óvænta. Fólk sem leggur stund á CrossFit tekur furðulega hröðum framförum, tekst á við veikleika sína af einbeittum vilja og lærir að gera hluti sem það áður lét sig aðeins dreyma um. Í öllum CrossFit stöðvum sem standa undir nafni gerjast uppbyggilegt, jákvætt og náið samfélag iðkenda sem eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á líkamlega getu, gagnrýna hugsun og heilbrigt líferni.
![]() | ![]() |