Crossfit Sport
Heimkynni CrossFit Sport eru í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. Umhverfið er eins og best verður á kosið og aðstæður hreint frábærar jafnt innan dyra sem utan. Góðar hlaupaleiðir eru í næsta nágrenni og úti erum við einnig með upphífuslár. Æfingar eru sérstaklega skemmtilegar á sumrin því þá erum við mikið úti við, enda gengur þá svæðið okkar jafnan undir nafninu Costa del CrossFit Sport.
CrossFit Sport býður upp á þrjá sali með þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda CrossFit. Ketilbjöllur, lyftingastangir, lóð, upphífuslár og róðravélar, svo eitthvað sé nefnt. Í Sporthúsinu er einnig heitur pottur og gufa þar sem hægt er að slaka á eftir góða æfingu.
CrossFit Sport er fyrsta CrossFit stöðin á Íslandi, leiðandi í gagnrýnni hugsun og þróun á þjálfunaraðferðum CrossFit sem líkamsræktar fyrir venjulegt fólk. Framúrskarandi fagleg og persónuleg þjónusta. Heilbrigð forgangsröðun: Heilbrigði á líkama og sál kemur fyrst, líkamleg geta kemur númer tvö, glæsilegt útlit og falleg útgeislun kemur í kaupbæti! Við horfum til lengri tíma. Ef þú vilt gera líkamsrækt að lífsstíl og ert tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið áttu erindi til okkar. Við höfnum átaks hugsun, sem er í eðli sínu varasöm skammtímalausn eins og reynsla margra sýnir.