564 4050

Um okkur

ARO - Merki_Standandi_sRGB_grar

Hreysti og vellíðan eru þeir lykil þættir sem ég tel að þurfi að hlúa að svo okkur vegni vel á öðrum sviðum lífs okkar.

Hugmyndin af áróra yoga er sprottinn út frá þeim venjum sem ég hef tileinkað mér til að halda mér heilbrigðri og láta mér líða vel.
Þetta hefur mér tekist með því að huga jafnt að hreyfingu, næringu og hvíld.
Fjölbreytileiki í hreyfingu er mér mjög mikilvægur en jóga og þá helst heitt "infrared" jóga hefur verið sú hreyfing sem ég legg megin áherslu á samhliða annari líkamsrækt vegna þeirra heildræna heilsueflandi áhrifa sem það hefur.

Til að endurnæra mig og hvíla hef ég stuðst við hugmyndafræðin bak við Human Centric Lighting en það er einfaldlega að nota lýsingu á réttan hátt til að styðja við velllíðan í okkar í daglegu lífi.
Aðstaðan okkar er því sérstaklega útbúin Infrared hitakerfi og HCL ljósum til að hjálpa við að stilla okkar eðlislægu líkamsklukku sem getur oft farið úr skorðum á norðlægum slóðum bæði í skammdeiginu á veturna sem og í miðnætursólinni á sumrin.

Það er ósk okkar hjá áróru að þessir þrír kjarnar megi aðstoða þig líka í átt að hreysti og vellíðan.

Heiðbrá

Heiðbrá Björnsdóttir

Vinsælt

Sumartafla 2020

Allir geta eitthvað - 15. júní

Áróra Yoga - Sumar Yoga

Bootcamp

Crossfit grunnur - 17. ágúst

Grunnnámskeið í sjálfsvörn fyrir KVK - 16. ágúst

Grunnnámskeið í Kickboxi - 25. ágúst

Ólympískar lyftingar - 14. júlí