Bandvefslosun og slökun | 17. okt
Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeiðKennarar
Tímar
Þriðjudaga
6 vikna námskeið hefst 17. okt
Bandvefslosun og slökun er námskeið fyrir þá sem vilja hlúa vel að líkama sínum. Þetta eru rólegir tímar sem kenndir eru í infrarauðum heitum sal þar sem við notum mismunandi bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og endum alla tíma á slökun.
Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er kennt þriðjudaga kl. 19:00-20:00
Verð: 25.900 kr.-
Þessar æfingar hjálpa til við að:
- draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu
- auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
- bæta líkamsstöðu
- undirbúa líkamann fyrir átök
- draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt
Námskeiðið eru kennt í infrarauðum sal Áróra Yoga
Þriðjudögum kl. 19:00-20:00
Námskeiðið hentar öllum bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir
Skráningarferlið:
Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.