564 4050

CrossFit Fimleika Workshop | 10.-11. feb

Upplýsingar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 24.990,- kr.

Salir

Crossfit Salur

Kennarar

Heiðrún Finnsdóttir

Námskeiða og Crossfit kennari

Crossfit Fimleikar - Vertu klár í Open

crossfit (Facebook Cover)

Langar þig að ná tær í slá eða bæta tæknina?
Læra kipping upphífingar eða loksins negla butterfly upphífingarnar?
Alltaf dreymt um að geta Bar Muscle Up-in en aldrei náð þeim almennilega?

Helgarnámskeið í fimleikatækni með Heiðrúnu Finns en hún hefur sérhæft sig í fimleikaþjálfun fyrir Crossfit-ara og hjálpað all mörgum að ná sínum fyrstu fimleikahreyfingum!

Á þessu fyrsta helgarnámskeiði ætlum við að fókusa á upphífingarslánna og fara yfir tæknina í hreyfingunum - hreyfiferilinn og kíkja á smáatriðin sem skipta öllu máli.
Við lærum að brjóta niður hreyfingarnar, skilja hvernig við getum fínpússað þær og búið til styrkinn hvort sem við þurfum að bæta tæknina eða ná upp styrk til að geta hreyfinguna almennilega.

Kennt dagana 10.-11. febrúar og hefst kennsla kl. 14:00

Við munum fókusa á:
* Beat Swing
* Tær í slá
* Upphífingar
* Kipping upphífingar
* Butterfly upphífingar
* Bar Muscle Ups

Gott að vita:
Reikna má með að hvort session taki 2-2.5 klukkutíma
Mælt er með að koma vel hvíld á námskeiðið

Gott að hafa með: Fimleikaólar
Vatnsbrúsa
Tape ef þarf

Verð: 24.990 kr.


Verð 24.990,- kr.