564 4050

Bootcamp Skæruliðar

BC-logo-SH

Yngstu Skæruliðarnir snúa aftur á sunnudögum!

Tveir aldurshópar í boði
4-6 ára
7-9 ára

Um er að ræða tvo aldurshópa sem mæta einu sinni í viku til okkar og fá að spreyta sig á skemmtilegum þrautabrautum, leikjum og æfingum þar sem góð hreyfifærni og skemmtun verður lykilatriði. Námskeiðið verður sett upp með það að markmiði að krakkarnir fái góða útrás, skemmti sér vel og læri sitthvað um heilbrigði og hreysti með góðum fyrirmyndum.

Yngri hópurinn er fyrir 4-6 ára orkubolta og er æfingatími þeirra kl.10:00-10:50 með foreldri.

Eldri hópurinn er fyrir 7-9 ára hressa krakka og er æfingatími þeirra kl.11:00-12:00. Foreldrar eru einungis með þeim í fyrsta og síðasta tíma námskeiðsins svo krakkarnir fái að njóta sín ein en það er auðvitað hægt að æfa frammi á sama tíma.

Æfingatímabilið er 10 vikna langt og verða æfingarnar alla sunnudaga fyrir utan páskadag (síðasta æfingin verður sunnudaginn 15.apríl og eru þetta því 9 skipti hjá okkur).

Verð fyrir námskeiðið er 10.990kr en veittur er 10% systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri systkin eru skráð til leiks.

Fyrsta æfing verður haldin sunnudaginn 11. febrúar!


Skæruliðar 10-12 ára

Hjá okkur æfir virkilega flottur hópur öflugra 13-16 ára Skæruliða þrisvar sinnum í viku. Í febrúar ætlum við að bæta við öðrum hóp í stundatöflu fyrir 10-12 áraog því geta framtíðar Boot Camparar byrjað enn fyrr að leggja grunninn að framtíðinni. Með þessum hóp og krakkanámskeiðunum fyrir þau yngstu munum við því dekka alla aldurshópa sem sækja grunnskóla.

Æfingarnar þessa aldurshóps verða á mánudögum og fimmtudögum kl.15:15-16:00.

12 vikna námskeið kostar 18.990kr og er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaganna upp í námskeiðagjaldið.

Fyrsta æfing verður haldin mánudaginn 12. febrúar!


Bootcamp Skæruliðar 9-10 bekkur

Boot Camp Skæruliðar er líkamsrækt fyrir unglinga sem hafa gaman af því að ögra sjálfum sér. Það geta allir verið með óháð því í hvaða formi þeir eru því æfingarnar eru settar upp þannig að allir fá að svitna jafnt. Við vinnum með alla þætti líkamlegrar hreysti og þegar veður er gott þá æfum við bæði inni og úti.

Ef þú ert að leita eftir einhverju eða öllu af eftirfarandi þá eru Boot Camp Skæruliðar klárlega eitthvað fyrir þig:
* Þjálfa líkamann á fjölbreyttan hátt og komast í gott form
* Setja þér markmið og vinna að því að ná þeim
* Að gera meira en þú vissir að þú gætir
* Að ná árangri og hafa gaman

Hver tími endar á góðum teygjum og spjalli þar sem krakkarnir fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Vertu með í kröftugum og fjörugum æfingum sem skila árangri til frambúðar!

Hægt er að byrja hvenær sem er. Kennt verður í allt sumar. Hægt er að velja um 4, 12 eða 16 vikur.

Verðskrá

4 vikur = 10.990 kr.-
12 vikur = 26.990 kr.-
16 vikur = 34.990 kr.-

Panta námskeið og greiða HÉR

Hægt er að ráðstafa frístundarstyrk HÉR

Vinsælt

Sumaráskorun 2018 - 7. maí

AntiGravity Aerial Yoga - 23. apríl

Buttlift

Dansskóli Birnu Björns-Sumar 2018

Crossfit grunnur - 14. maí

Æfingabúðir CrossFit 9-12 ára Sumar 2018

Hot Yoga Flow

Meðgönguleikfimi