564 4050

Spartan Hlaupið

Spartan hlaupin eru utanvegahlaup sem með fjölbreyttum hindrunum sem reyna á styrk, úthald og þrautseigju þáttakenda.
1. maí hefst sérhannað Spartan SGX námskeið í Sporthúsinu sem endar með ferð til Bandaríkjanna í Spartan hlaup, fyrir þá sem vilja.

HÉR getur þú skráð þig á námskeiðið.

SPARTAN RACE – Killington, Vermont USA

12.–16. september 2019

Þetta er ferð sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var hrikalega gaman í síðustu Spartanhlaupaferð okkar til Dallas.
Í þetta sinn ætlum við til Killington, Vermont í USA, og taka þátt í Spartan Race Weekend.
Það eru þrjár vegalengdir í boði, Ultra, Beast og Sprint.
Það er hægt að hlaupa bæði laugardag og sunnudag og klára þannig 2/3 af Trifecta titlinum.

HÉR getið þið kynnt ykkur vegalengdirnar sem eru í boði og HÉR eru verðin.

Fyrsta SPARTAN Beast hlaupið var í haldið þar árið 2010 og þykir þetta mjög skemmtilegt og krefjandi hlaup í geysilega fallegu umhverfi.
Killington er skíðasvæði á veturna og útivistarperla á sumrin. Við verðum þrjár nætur í Killington og eina nótt í Boston. HÓTELIÐ Í KILLINGTON.

Á sunnudeginum þegar Spartan helginni er lokið keyrum við til Boston og komum okkur fyrir á hótelinu. HÓTELIÐ Í BOSTON.
Þá getum við gert það sem við viljum, slakað á, skoðað borgina, upplifað menninguna, verslað og gert vel við okkur í mat, þar til við höldum aftur heim til Íslands á mánudagskvöldinu.

Ferðatilhögun:

12. september: Keflavík -> Boston kl. 17:15 með Icelandair. Lent í Boston um kl. 18:50. Bílaleigubíll, akstur til Killington tekur um 3 klst. (260 km).
13. september Killington, frjáls dagur.
14. september Killington, ULTRA og BEAST hlaup.
15. september Killington, Sprint hlaup. Keyrt aftur til Boston og komið sér fyrir á hóteli þar. Frjáls tími.
16. september Boston -> Keflavík kl. 21:05. Heimferðardagur, frjáls dagur. Lent í KEF kl. 6:05.

VITAFERÐIR settu saman pakka fyrir okkur í þetta ævintýri.

Flug og gisting í fjórar nætur miðað við tveggja manna herbergi á 143.000 kr.
Bóka verður ferðina á vef Vita og nota þennan hlekk https://vita.is/hopabokanir Hópanúmerið er 2065.
Takmarkaður sætafjöldi í boði. Þetta verður geggjað og þú mátt ekki missa af þessu.

Ummæli frá Dallas:

"Ég á alltof mörg jákvæð lýsingarorð yfir það hvað allt í kringum þessa ferð var skemmtilegt. Smitaðist án efa af Spartanbakteríunni. Er yfir mig spennt yfir Killington 2019."
Þórunn Gísladóttir Roth
27 ára
Sjúkraþjálfari

"Að setja sér markmið og ögra sér- mjög gaman.......að æfa með frábærum hóp og njóta hverrar stundar- hrein snilld...að fara til Dallas, taka þátt í Spartan Beast og búa til geggjaðar minningar- algjörlega ómetanlegt!!!"
Björn Arnarson
43 ára
Viðskiptafræðingur

Frekari upplýsingar eða spurningar varðandi Spartan ferðina: olak@simnet.is

Vinsælt

Sumartafla 2020

Allir geta eitthvað - 15. júní

Áróra Yoga - Sumar Yoga

Bootcamp

Crossfit grunnur - 17. ágúst

Grunnnámskeið í sjálfsvörn fyrir KVK - 16. ágúst

Grunnnámskeið í Kickboxi - 25. ágúst

Ólympískar lyftingar - 14. júlí