564 4050

Varðveisla og verndun persónuupplýsinga

Sporthúsið leitast við að halda upplýsingum um iðkendur nákvæmum og uppfærðum.
Einnig hvetur Sporthúsið iðkendur sína og viðskiptavini til þess að tilkynna um breytingar sem verða á persónuupplýsingum sínum.
Persónuupplýsingar sem Sporthúsið safnar eru geymdar í tölvu og bókhaldskerfi fyrirtækisins. Gögn um viðskiptasögu viðskiptavina eru varðveitt í Microsoft Dynamics Nav tölvukerfi frá Advania og er einnig hýst hjá Advania.
Allar persónuupplýsingar eru aðeins geymdar eins lengi og þörf krefur að undanskildum upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem eru aðeins geymdar í tiltekinn tíma eins og greint var frá áður.

Mætingar viðskiptavina eru skráðar út frá augnskanna og eru varðveittar í SQL grunni sem er þjónustaður af Securitas og yfirfært í Microsoft Dynamics Nav kerfi Sporthússins.
Nauðsynlegt er að geyma persónuupplýsingar iðkenda á meðan þeir eru í viðskiptum við Sporthúsið.
Upplýsingar eru geymndar eins lengi og nauðsyn krefur.

Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður og er ýtrasta öryggi gætt við verndun og geymslu þeirra.
Skriflegir samningar eru allir geymdir í læstu rými sem aðeins tveir starfsmenn hafa aðgang að. Enn takmarkaðri aðgangur er að eftirlitsmyndavélakerfi og upptökum úr því, en aðeins einn starfsmaður hefur aðgang að því kerfi.
Sporthúsið áskilur sér þann rétt að afhenda engum né sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi nema lögaðilum ef lagalegar ástæður liggja fyrir.

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. apríl

CrossFit Comeback | 17. & 18. feb

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl