564 4050

Notkun og miðlun upplýsinga

Sporthúsið notar persónuupplýsingar viðskiptavina og iðkenda til þess að þjónusta þá, aðstoða og veita úrlausnir í málum þeirra.
Þetta á t.d. við um breytingar og endurnýjanir á áskriftarsamningum.
Sporthúsið notar einnig persónuupplýsingar í viðskiptalegum tilgangi, t.d. vegna færslu bókhalds og gerð reikninga. Persónuupplýsingar eru einnig notaðar til að kynna markaðsefni fyrir iðkendum, t.d. í síma- eða með tölvupóstsamskiptum. Iðkendur og viðskiptavinir Sporthússins eiga rétt á því að fá ekki sent markaðsefni og skulu þeir hafa samband við Sporthúsið ef þeir óska eftir að fá slíkt efni ekki sent.

Aðgangi að Sporthúsinu er stýrt með augnskanna. Við gerð samnings er tekin augnmynd af iðkendum og þurfa þeir að nota augnskannann við hverja heimsókn í Sporthúsið. Þessar upplýsingar eru geymdar eingöngu af öryggis- og þjónustuástæðum. Sporthúsið miðlar aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila nema með samþykki iðkenda og viðskiptavina sinna.Þeir aðilar sem Sporthúsið getur afhent persónuupplýsingar eftir atvikum eru t.d. vinnuveitendur og stéttarfélög sem krefjast staðfestingar á áskriftarsamningi viðkomandi.
Slíkar upplýsingar eru veittar í samræmi við samning iðkenda og viðkomandi félags eða vinnuveitenda.

Sporthúsið áskilur sér einnig þann rétt að miðla persónuupplýsingum til þjónustuaðila og verktaka við vinnu ýmissa verkefna. Einungis nauðsynlegar upplýsingar til vinnslu verkefna eru afhentar. Verktakar og aðrir þjónustuaðilar eru skyldugir til að nota aðeins þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang að í framangreindum tilgangi.
Ef iðkendur og aðrir viðskiptavinir Sporthússins óska eftir persónuupplýsingum um sig verður viðkomandi að sýna persónuskilríki og vera staddur í Sporthúsinu.
Viðkvæmar persónuupplýsingar eru aldrei veittar í gegnum síma eða tölvupóst.

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 20. maí

CrossFit Comeback | 4. og 6. júní

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl