564 4050

Sólrún María

Sólrún María hóf að stunda jóga reglulega fyrir 8 árum. Síðan þá hefur hún þróast mikið í sinni eigin iðkun sem vinyasa - yoga trapeze kennari. Hún kennir kröftuga vinyasa tíma sem að leggja mikkla áherslu á styrk og sveigjanleika. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að mynda rými fyrir fólki til þess að þróast í sinni eigin iðkun, komast lengra inní krefjandi stöður og dýpra inn í teygjur.

Sumarið 2016 lauk hún jógakennaranámi við Absolute Yoga Academy á Tælandi, en þar fór hún í Fit flow fly kennara námið hjá Briohny Smyth og Dice Iida-Klein. Þar lærði hún vinyasa yoga sem undirbúning fyrir alls kyns handjafnvægisstöður, handstöður, hugleiðslu og öndunaræfingar.

Haustið 2017 hélt Sólrún María til Barcelona þar sem hún aflaði sér jafnframt kennsluréttinda í yoga-trapeze - jógarólu/jóga trapísu. Hún lærði hjá Lucas Rockwood, við Yoga Trapeze Teacher College í Barcelona.

Sólrún María

Hot Yoga kennari

Vinsælt

Hóptímatafla 7. jan

Bootcamp Skæruliðar

Crossfit grunnur - 4. feb

Hjól - Coach By Color

Hreysti & Vellíðan - 4. feb

Hot Body Sculpt

Mömmuleikfimi - 7. jan

Power Pilates - 19. feb