564 4050

Takmarkanir á þjónustu vegna samkomubanns stjórnvalda

Við gleðjumst yfir því að þurfa ekki að loka í Sporthúsinu meðan takmarkanir á samkomubanni standa yfir í fjórar vikur.

Okkur er heimilt að veita takmarkaða þjónustu en þurfum á ykkar liðsinni að halda við að leggja okkar af mörkum til almannavarna.
Til að geta veitt þessa takmörkuðu þjónustu höfum við gert talsverðar ráðstafanir sem geta reynt á þolinmæði okkar allra, meðal þess er að gefa hverjum viðskiptavini rúmt svigrúm (amk 2 m á milli fólks) til að stunda æfingar. Á það við í öllum rýmum okkar.

Við munum reyna að hafa eftirlit með fjölda fólks í hverju rými og auglýstur verður hámarksfjöldi á hverju svæði fyrir sig.
Við biðjum þig, kæri viðskiptavinur, að virða þennan hámarksfjölda og hjálpa okkur þannig að lágmarka smithættu. Það er ósk okkar að hver og einn viðskiptavinu mæti á réttum tíma á æfingu og dvelji ekki í húsinu að óþörfu, þannig að ekki safnist saman hópar fólks fyrir utan æfingasali eða í búningsklefum.
Ef þú hefur svigrúm til þess að fara í sturtu heima, þá er það vel þegið.

Þökkum samvinnuna!

Sporthúsið

Vinsælt

Sumartafla 29. júní 2020

Allir geta eitthvað - 15. júní

Áróra Yoga - Sumar Yoga

Bandvefslosun með Heklu - 13. mars

Bootcamp

Dansskóli Birnu Björns - 2. júní

Unglingaþjálfun CrossFit - 15. júní

Ólympískar lyftingar - 14. júlí

Ævintýrabúðir CrossFit 9-12 ára - Sumarið 2020