564 4050

Kæru viðskiptavinir

Í ljósi frekari takmarkana heilbrigðisyfirvalda við samkomum verður stöðvum Sporthússins lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars. Að óbreyttu munum við opna aftur 14. apríl.

Við erum ekki í nokkrum vafa um að allir okkar viðskiptavinir hafa fullan skilning á þessum aðstæðum, enda hefur verið frábært að sjá hversu skilningsríkir og samviskusamir allir hafa verið undanfarna daga.

Þessu þriggja vikna tímabili verður bætt aftan við kort (áskriftir, staðgreidd kort og námskeið) allra okkar viðskiptavina.

Það sem öllu máli skiptir við þessar aðstæður er að við stöndum saman. Við ætlum að sjálfsögðu að fara að öllum tilmælum opinberra aðila og því verða ekki veittar neinar undanþágur tengdar notkun á aðstöðu. Eins hættum við öllum skipulögðum útiæfingum.

Heilsa og líkamsrækt er einstaklega mikilvæg, bæði fyrir líkama og sál. Því hvetjum við okkar viðskiptavini að vera jákvæð og dugleg að rækta sig á þessum skrýtnu tímum, eins vel og hægt er. Fylgist með á heimasíðu, Facebook og Instagram þar sem við ætlum að setja inn heimaæfingar fyrir ykkur öll.

Ef við stöndum „þétt saman“ – með tveggja metra millibili – þá komum við sterkari en nokkru sinni fyrr út úr þessum ótrúlegu aðstæðum. Við getum ekki beðið eftir að opna aftur og bjóða ykkur öll velkomin þann 14. apríl, eða um leið og aðstæður leyfa.

Kær kveðja,

Starfsfólk Sporthússins

Vinsælt

Sumartafla 29. júní 2020

Allir geta eitthvað - 15. júní

Áróra Yoga - Sumar Yoga

Bandvefslosun með Heklu - 13. mars

Bootcamp

Dansskóli Birnu Björns - 2. júní

Unglingaþjálfun CrossFit - 15. júní

Ólympískar lyftingar - 14. júlí

Ævintýrabúðir CrossFit 9-12 ára - Sumarið 2020