564 4050

Fyrirlestur 24. okt - ókeypis aðgangur

FYRIRLESTUR

Heilsutengd lífsgæði fyrir einstaklinga í þjálfun og íþróttum

Fyrirlesturinn er um næringu og lífsstíl. Fjallað verður um mikilvægi þess að nærast rétt eða sem best fyrir hvern og einn einstakling miðað við verkefni og markmið hverju sinni.

Fyrirlesarinn er að þessu sinni Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Hennar sérgrein er næring og heilsutengd lífsgæði. Hún hefur sérhæft sig í að tengja andlegri, félagslegri og líkamlegri vellíðan við góða næringu.
Hún mun svara nokkrum spurningum í fyrirlestri sínum:
Hvað er það sem skiptir máli og hefur áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði okkar?
Skiptir næring í þjálfun máli?
Getur næring aukið árangur í þjálfun?
Þá hvernig næring?

Líflegur, fræðandi og skemmtilegur fyrirlestur sem er fyrir alla

Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi
Hvenær: Þriðjudagskvöldið 24. október kl. 21.00

Verð: Frítt

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. apríl

CrossFit Comeback | 17. & 18. feb

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl