564 4050

Kæru viðskiptavinir

Í ljósi reglugerðar 957/2020 er ljóst að líkamsræktarhluti Sporthússins verður lokaður frá og með morgundeginum. Öll starfsemi fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar helst þó óbreytt, auk þess sem Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, Kírópraktorstofa Íslands, Dansskóli Birnu Björns, fótboltinn og fleira, sem fellur undir sérreglur eða undanþágur, verður með svipuðu sniði og verið hefur, en með mikla áherslu á smitvarnir. Okkar frábæra starfsfólk er byrjað að skipuleggja bæði heimaæfingar og útiæfingar (eins og kostur er). Við munum kynna allt þess háttar á morgun eða næstu daga, þegar betur kemur í ljós hvað yfirvöld telja okkur óhætt að gera.

Við munum komast yfir þessa hindrun og gleðjast saman í Sporthúsinu um leið og hægt er.

Kær kveðja, starfsfólk Sporthússins

Vinsælt

Heilshugar hreyfing grunnur - 7. okt

Einstaklingsþjálfun - 12 vikur í tækjasal

Bootcamp

TÝR - MMA

Hot Fusion - NÝTT

Crossfit grunnur - 12. okt

Ólympískar lyftingar - 20. okt

Tabata