564 4050

Sjúkraþjálfun

hvíttSjukrathjalfun

Um Sjúkraþjálfunina Sporthúsinu

Stofan er staðsett á efri hæð Sporthússins-, gegnt aðalinngangi. Þar eru lokaðar starfsstöðvar fyrir átta sjúkraþjálfara, ásamt sameiginlegu æfingarými og afgreiðslu. Biðstofan er inni í miðju rýminu.

Óhætt er að segja að um 2.000 fermetrar af húsnæði Sporthússins nýtast sjúkraþjálfuninni beint. Á sömu hæð eru rúmgóðir salir, salur fyrir hópþjálfun og glænýr tækjasalur. Í tækjasal eru öll helstu endurhæfingatæki til staðar og íþróttafræðingar sem eru ávallt til þjónustu reiðubúnir. Sjúkraþjálfarar stofunnar nota tækjasalinn mikið fyrir uppbyggingu viðskiptavina sinna. Gott samstarf er á milli íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara.

Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Gott aðgengi er fyrir fatlaða og er lyfta milli hæða, hönnuð fyrir hjólastólanotendur.

Einkunnarorð stofunnar eru forvarnir og eftirfylgni.

Til að mynda hafa sjúkraþjálfarar stofunnar hreyfigreint yfir 300 börn úr ýmsum íþróttagreinum. Horft er eftir frávikum í hreyfingu og ráðlagt með æfingar og fleira er gert til að koma í veg fyrir að veikleikar verði vandamál.

Viðskiptavinir stofunnar eru hvattir til að halda áfram í æfingum sínum í heilsuræktinni þannig að hún verði að lífstíl.

Stofan á dótturfyrirtæki ásamt Kírópraktorstofu Íslands og Sporthúsinu sem heitir Heilsustoð ehf. Það félag heldur utan um námskeið og fræðslu fyrir stoðkerfishópa og almenning. Markmið Heilsustoðar er að kenna fólki vandaða hreyfingu í umsjón fagfólks. Áhersla er lögð á að hver og einn læri þá aðferð sem honum hentar og viðskiptavinir fá góðan stuðning og kennslu í sjálfshjálp. Þau námskeið sem hafa verið kennd eru: Stoðkerfisskóli, Vefjagigtarklúbbur og Heilsuklúbbur. Kennslan er í höndum sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu. Boðið er upp á fræðslufyrirlestra á mánaðarfresti frá ýmsum fagaðilum; næringafræðingi, sálfræðingi, sjúkraþjálfara og kírópraktor.

Með stofnun Heilsustoðar höfum við búið til tröppugang í endurhæfingunni og æfingaferlinu. Þannig eru meiri líkur á farsælu æfingaferli án áfalla og meiri líkur á að heilsuræktin verði að lífstíl. Ef áhugi er á að fjárfesta frekar í heilsuræktinni hafa viðskiptavinir okkar fengið góð kjör.

Stofan er jafnframt í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu og markmið okkar er að tengjast fleiri endurhæfingarsviðum.

Viðskiptavinir okkar munu eiga greiðan aðgang að þeirri aðstöðu og þjónustu sem Sporthúsið heilsurækt býður upp á. Með sérþekkingu okkar á stoðkerfinu og hreyfingum, ásamt góðu samstarfi við aðra þjálfara stöðvarinnar, teljum við okkur geta boðið upp á faglega og góða þjónustu í húsi þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

Stefna stofunnar:

  • Áhersla á forvarnir og eftirfylgni.
  • Fagleg vinnubrögð í greiningu sem og úrræðum, með hag viðskiptavinar í huga.
  • Reglulegt endurmat og ákvörðun nýrra úrræða samkvæmt mati.
  • Stuðningur og kennsla við sjálfshjálp.
  • Vellíðan viðskiptavina og að mæta ólíkum þörfum þeirra.
  • Virðing sé höfð að leiðarljósi.

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. apríl

CrossFit Comeback | 17. & 18. feb

Kraftlyftingar | 20. feb

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl