Ungliðastarf
Ungliðastarf Týs er ætlað fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára
Í unglingastarfi Týs er kennd sjálfsvörn auk tækni úr bardagaíþróttum eins og brasilísku jiu jitsu, kickboxi og standandi glímu.
Önnin er sett upp á skemmtilegan hátt þar sem þau byrja að læra að verjast úr bestu mögulegu stöðu og færast svo yfir í meira krefjandi stöður eftir því sem líður á önnina.
Þau læra uppgjafartök, tækni til að stjórna mótaðila, högg og spörk og varnir gegn þeim.
Unglingarnir eru frædd um afleiðingar þess að beita þessari tækni á vitlausan hátt.
Við viljum skapa eins öruggar aðstæður á æfingum og hægt er.
Mikil áhersla er á öryggi og fræðslu tengda uppgjafartökum og höfuðhöggum og afleiðingum sem geta komið af þeim ef vitlaust er farið að.
Allar æfingar eru undir öruggri leiðsögn þjálfara.
Við viljum halda uppi góðum anda á æfingum og skapa gott andrúmsloft svo allir geta lært á sínum hraða. Stefnt verður á að hittast utan æfinga einstöku sinnum til þess að þjappa hópnum enn betur saman ef aðstæður leyfa.
Við hjá Tý höfum fulla trú á að með því að læra sjálfsvörn eykst sjálfsöryggi, agi og styrkur til að takast á við daglegar athafnir en æfingarnar veita líka góða útrás sem getur skilað sér í betri einbeitingu og líðan.
Aukið öryggi er ómetanlegt
Þjálfari er Imma Helga.
Hún hefur 23 ára reynslu í bardagaíþróttum og 10 ára reynslu af þjálfun.
Hún er margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og er ósigruð á Íslandi.
Hún hefur einnig keppt í karate og MMA með góðum árangri.
HÉRgetur þú séð næsta námskeið.