564 4050

Barnastarf

Barnastarf Týs er fyrir börn á aldrinum 8-12 ára

T gult ristað

Kennslan er skipt í haust- og vorönn. Næsta önn er frá 6. september til 15. desember. Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum frá kl 16:30 til 17:15.
Önnin kostar 34.900kr og hægt er að nota frístundastyrkinn uppí æfingagjöldin.

Markmið námskeiðsins er að kenna börnum sjálfsvörn í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.
Sú tækni samanstendur af brazilísku jiu jitsu, kickboxi og standandi glímu.
Meðal þess sem þau læra eru glímutök, högg og spörk.

Einungis er einblínt á tækni þegar högg og spörk eru æfð og þau eru æfð á púða

Við viljum skapa eins öruggar aðstæður á æfingum og hægt er.

Mikil áhersla er á öryggi og fræðslu tengda uppgjafartökum og afleiðingum þeirra, sé vitlaust farið að.

Allar æfingar eru undir öruggri leiðsögn þjálfara


TýrBarnaBanner

Við viljum halda uppi góðum anda á æfingum og skapa gott andrúmsloft svo allir geti lært á sínum hraða. Stefnt verður á að hittast utan æfinga einstöku sinnum til þess að þjappa hópnum enn betur saman, ef aðstæður leyfa.

Við hjá Tý höfum fulla trú á að með því að læra sjálfsvörn eykst sjálfsöryggi, agi og styrkur til að takast á við daglegar athafnir en æfingarnar veita góða útrás sem getur skilað sér í betri einbeitingu og líðan.

Aukið öryggi er ómetanlegt

Þjálfari er Imma Helga
Hún hefur 23 ára reynslu í bardagaíþróttum og 10 ára reynslu af þjálfun.
Hún er margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og er ósigruð á Íslandi.
Hún hefur einnig keppt í karate og MMA með góðum árangri.

Hér getur þú séð næsta námskeið. ​

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Bandvefslosun og slökun | 11. apríl

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. maí

CrossFit Comeback | 13. & 14. maí

CrossFit Ævintýrabúðir 9-12 ára | 2023

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Kraftlyftingar | Grunnur | 4. apríl

Mömmuleikfimi | 3. apríl