Brasilískt Jiu Jitsu
BRASILÍSKT JIU JITSU | BJJ/MMA
Í tímunum er aðallega farið í glímu en hún er einnig sett í samhengi við MMA
Hjá Tý reynum við að leggja áherslu á bæði gólf- og standandi glímu og tökum mið að ólíkum sviðum glímunnar.
______________
Grunnnámskeið:
Opið öllum yfir 14 ára
Týr býður reglulega upp á grunnnámskeið í BJJ.
Grunnnámskeið eru haldin á laugardögum frá 12 - 16 (innifalið er að mæta í framhaldstíma vikuna eftir námskeið).
Að grunnnámskeiði loknu geta áskrifendur mætt í BJJ framhaldstíma samkvæmt stundatöflu.
Grunnnámskeið er hægt að kaupa sér eitt og sér, en einnig er í boði að skrá sig í áskrift og fá þannig aðgang að öllum grunnnámskeiðum sem Týr býður uppá.