564 4050

Vilhjálmur Þóruson

Árið 2005 var ég ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá Karatedeild Breiðabliks og hef þjálfað þar óslitið síðan. Á þessum tíma hef ég þjálfað alla mögulega hópa allt frá 6 ára byrjendum yfir í meistaraflokk fullorðina. Ég hef mikla reynslu og ánægju af því að þjálfa unglinga. Sumarið 2013 útskrifaðist ég einkaþjálfaranám hjá Íþróttaakademíu Keilis. Ég hef einnig lokið þjálfararéttindum hjá ÍSÍ, þjálfararéttindum 1 hjá Training for Warriors og útskrifaðist sem REHAB trainer árið 2014.

Námskeið sem ég hef sótt:
* Lykillinn að árangri – Michael Boyle
* Leiðin að léttara lífi – Dr. Chris og Dr. Kara Mohr
* Ólympískar lyftingar- Charles Staley
* Stöðugleikaþjálfun & dýnamísk upphitun – Nick Tumminello
* Þjálfun á meðan á endurhæfingu stendur – Eric Cressey
* Kraftur og hraði & menning í þjálfun – David Jack
* Þolþjálfun bardagaíþróttamanna – Martin Rooney
* Hraðaþjálfun – Martin Rooney

Ég tek við öllum mögulegum einstaklingum. Ég geri alltaf mitt besta til þess að aðlaga mig að mismunandi einstaklingum og þeirra þörfum og markmiðum

Vilhjálmur Þóruson ÍAK einkaþjálfari 690-0904 vilhjalmurthoruson@gmail.com Vinsælt

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. apríl

CrossFit Comeback | 17. & 18. feb

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl