564 4050

Heilshugar hreyfing framhald

Heilshugar hreyfing - 8 vikna framhaldsnámskeið

Námskeiðið hentar sérstaklega einstaklingum sem glíma við streitu-, kvíða- og depurð og hafa lokið við "Heilshugar grunnnámskeið".
Hér er lagt upp úr því að einstaklingurinn upplifi notalegt æfingaumhverfi, persónulega þjónustu og að hver og einn finni sitt rétta álag við æfingar.
Þjálfunin byggist á blöndu af þoli, styrk, liðleika og jafnvægi.
Einstaklingar halda áfram að byggja upp álagið og þjálfunina á sínum forsendum.

Hugmyndafræði námskeiðsins:

• Uppsetning á námskeiðinu er í takt við ráðleggingar um hreyfingu fyrir einstaklinga með streitu-, kvíða- og depurð og byggjast á vísindalegum grunni.
• Álagið er alltaf innan þeirra marka sem ráðlagt er fyrir þennan markhóp svo einstaklingurinn geti fundið sitt rétta álag.
• Viðhalda hreyfingu í athöfnum daglegs lífs.

Innifalið í námskeiði:

• Hópþjálfun í 8 vikur, (kennt 2x í hóp + 1x sjálfstæð þjálfun eftir áætlun sem ákveðin er í samvinnu við íþróttafræðing). Mæting samtals þrisvar í viku.
• Aðgangur að þriðja tímanum í viku á áhugasviði þátttakanda (fjölbreyttir opnir tímar, þjálfun í tækjasal o.s.frv.).
• Fullur aðgangur að Gullinu, þjálfara í tækjasal, opnum tímum í Sporthúsinu og að potti og sauna.

Lögð er sérstök áhersla á persónulega nálgun og er leiðbeinandinn í góðu sambandi við alla þátttakendur og fylgir þeim vel eftir. Til að árangur náist þurfa þátttakendur að taka virkan þátt á námskeiðinu til að byggja upp fjölbreyttan grunn til frambúðar.

Verð: 35.000 kr.

Skrá og greiða fyrir næsta námskeið HÉR

Vinsælt

Bandvefslosun og Teygjur með Heklu | 17. og 18. jan

Bootcamp Unglingaþjálfun | 11. jan

Áróra Yoga

Dansskóli Birnu Björns | Barnadansar | 18. sept

Crossfit grunnur | 8. nóv

Hot FIT

Krakkaþjálfun CrossFit | 10. og 11. jan

TÝR | MMA Grunnur | 15. jan