564 4050

Heilshugar hreyfing grunnur

Heilshugar hreyfing - 8 vikna grunnnámskeið

Námskeiðið hentar sérstaklega einstaklingum sem glíma við streitu-, kvíða- eða depurð.
Hér er lagt upp úr því að einstaklingurinn upplifi notalegt æfingaumhverfi, persónulega þjónustu og að hver og einn finni sitt rétta álag við æfingar.
Fjöldi rannsókna sýna fram á að markviss hreyfing á hæfilegu álagi geti dregið úr kvíða, streitu og depurð ásamt því að bæta svefngæði og andlega og líkamlega líðan.
Þjálfunin byggist á blöndu af þoli, styrk, liðleika og jafnvægi.
Álagið er stigvaxandi í gegnum námskeiðið með einstaklingsnálgun að leiðarljósi.

Hugmyndafræði námskeiðsins:

• Uppsetning á námskeiðinu er í takt við ráðleggingar um hreyfingu fyrir einstaklinga með streitu-, kvíða- og depurð og byggist á vísindalegum grunni.
• Álagið er alltaf innan þeirra marka sem ráðlagt er fyrir þennan markhóp svo einstaklingurinn getur fundið sitt rétta álag.
• Koma hreyfingu í markvissa rútínu með athöfnum daglegs lífs.

Innifalið í námskeiði:

• Hópþjálfun í 8 vikur, (kennt 2x í hóp + 1x sjálfstæð þjálfun eftir áætlun sem ákveðin er í samvinnu við íþróttafræðing). Mæting samtals þrisvar í viku.
• Upphafs- og lokaviðtal hjá íþróttafræðingi (2x15 mín.).
• Upphafs- og lokamatslistar sem skila niðurstöðum ásamt umsögn í lokamati til þátttakanda að námskeiði loknu.
• Aðgangur að þriðja tímanum í viku á áhugasviði þátttakanda (fjölbreyttir opnir tímar, þjálfun í tækjasal o.s.frv.).
• Fullur aðgangur að Gullinu, þjálfara í tækjasal, opnum tímum í Sporthúsinu og að potti og sauna.

Lögð er sérstök áhersla á persónulega nálgun og er leiðbeinandinn í góðu sambandi við alla þátttakendur og fylgir þeim vel eftir. Til að árangur náist þurfa þátttakendur að taka virkan þátt á námskeiðinu til að byggja upp fjölbreyttan grunn til frambúðar.

Heildarverð: 48.000 kr.

Skrá og greiða fyrir námskeiðið HÉR

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Allir geta eitthvað | 10. okt

Build N' Burn - NÝTT

Hot Body

Dansskóli Birnu Björns | 12. sept

Hot FIT

Crossfit Grunnur | 10. okt

Power Pilates | 6. sept

TÝR | Barnastarf 6-12 ára | 6. sept

TÝR | TÝR 101 | 24. okt