564 4050

Spartan SGX - 1. maí

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 49.990,- kr.
19 vikna námskeið hefst 1. maí

Salir

Bootcamp Salur

Kennarar

Ólafía Kvaran

Tímar

Mánudaga

Kl. 17:15 Bootcamp salur

Miðvikudaga

Kl. 17:15 Utanvegahlaup

Föstudaga

Kl. 17:15 Bootcamp salur

19 vikna sérhannað Spartan SGX námskeið hefst 1. maí

spartan augl FB og IG2

Spartan hindrunarhlaup er ein mest ört vaxandi íþóttakeppni heimsins í dag. Spartan hlaupin eru utanvegahlaup með fjölbreyttum hindrunum sem reyna á styrk, úthald og þrautseigju þátttakenda.

Hægt er að taka ýmsar vegalengdir, allt frá 5 km og upp í 50 km - það geta því allir fundið sér hlaupu við hæfi!

Spartan SGX er nýtt æfingakerfi sem blandar saman því besta í almennri þjálfun og veitir þér nýja sýn og upplifun í líkamsrækt.
Hópþjálfun sem hentar öllum sem vilja komast í betra form og undirbúa sig fyrir hvers kyns hindrunarhlaup.

Æfingarnar samanstanda af styttri utanvegahlaupum með Spartan ívafi ásamt styrktaræfingum. Sérstök áhersla verður lögð á tækniæfingar t.d. kaðlaklifur, spjótkast, veggjaklifur, skríða, ýta, draga og svo framvegis.

Við leggjum áherslu á að vera í formi fyrir lífið!

Æfingarnar verða þrisvar sinnum í viku og munu hjálpa þér að byggja upp það sem þarf til að takast á við það hindrunarhlaup sem hver og einn stefnir á.

Tímar

Mánudagur kl. 17:15 – Sporthúsið
Miðvikudagur kl. 17:15 – utanvegahlaup (nokkrar mismunandi staðsetningar)
Föstudagur kl. 17:15 – Sporthúsið

Verð: 49.990 kr.

Innifalið í námskeiðinu eru þrjár Spartan SGX æfingar á viku allt tímabilið, aðgangur að Sporthúsinu og opnum tímum í stöðinni sem og ráðgjöf frá þjálfurum námskeiðsins.
Aðgangur að lokaðri Facebook síðu fyrir hópinn.

Námskeiðið endar með ferð til Bandaríkjanna í Spartan hlaup fyrir þá sem vilja.
Sjá meira um það HÉR

Þjálfarar

Ólafía Kvaran
Hjúkrunarfræðingur og Spartan SGX þjálfari

Sveinn Atli
BS í íþróttafræði og starfar sem þjálfari hjá Boot Camp.

Hulda María Frostadóttir
BS í íþróttafræði, stundar BS nám í sálfræði, er þjálfari og íþróttafræðingur í endurhæfingarteymi í heimaþjónustu, þjálfari hjá Boot Camp.

Skráningarferlið

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir í Sporthúsinu sem hafa virka áskrift út námskeiðiðstímabil greiða 10.000 fyrir námskeiðið.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar.
3. Senda kortanúmer + gildistíma + kennitölu á netfangið alma@sporthusid.is og gengið verður frá greiðslu og skráningu fyrir þig.
4. Millifæra á reikning Sporthússins/Sporthöllin: 115-26-14050; kennitala: 500108-1690 og senda greiðslukvittun á netfangið alma@sporthusid.is. ATH! upplýsingar sem þurfa að koma fram er hvaða námskeið er greitt fyrir sem og kennitala þátttakanda.


Verð 49.990,- kr.
19 vikna námskeið hefst 1. maí