564 4050

Yin Yoga með Unu Kolbeins | 19. jan

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 22.490,- kr.
6 vikna námskeið hefst 18. janúar

Salir

Áróra Yoga

Kennarar

Una Kolbeinsdóttir

Yoga kennari

Tímar

Miðvikudaga

Kl. 17:00 Áróra Yoga Una
Kl. 18:30 Áróra Yoga Una

6 vikna námskeið hefjast 19. janúar

Kennt í infrarauðum sal Áróra Yoga

J43A4595 (1)

Yin Jóga hefur djúp og góð áhrif á líkama og sál.
Það róar taugakerfið og hjálpar þér þannig að komast í slökunarástand og bætir hreyfigetu líkamans.

Yin Jóga er tilvalið fyrir alla aldurshópa, byrjendur jafnt sem lengra komna

Jógastöður eru nálægt jörðinni og þú hvílir í lengri tíma í stöðunum. Með því að hvíla í stöðu í ákveðinn tíma ferðu djúpt inn í líkamann og bandvefi hans.
Þegar þú örvar bandvefinn öðlast líkaminn meiri liðleika og hreyfigetu, styður við endurhæfingu vöðva og örvar blóðrásina.

Á námskeiðinu er stöðum haldið í 2-5 mínútur í senn og notum einnig nuddbolta til að losa um uppsafnaða spennu.

Komdu með mér í endurnærandi tíma fyrir líkama og sál, þar sem við hittumst einu sinni í viku í 6 vikur og við gefum okkur stund fyrir okkur og leggjum allt annað til hliðar

Þessi stund er fyrir þig!

Einungis 8 pláss í boði á hverju námskeiði


Tvær tímasetningar í boði:

Námskeið A. Kennt miðvikudaga kl.17:00-18:15
Námskeið B. Kennt miðvikudaga kl.18:30-19:45


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 22.490,- kr.
6 vikna námskeið hefst 18. janúar