Yama Yoga með Gurrý | 23. nóv
Upplýsingar Kennarar Salir Panta námskeið4 vikna námskeið hefst 23. nóvember
Nýtt fjögurra vikna námskeið kennt í heitum sal einu sinni í viku fimmtudaga kl 19:30-20:45. Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem vilja læra iðka yoga bæði byrjendur og lengra komna.
Hver tími er byggður upp með eina Yömu að leiðarljósi en tímarnir byggja upp styrk, liðleika og andlegan frið í kerfið okkar.
Gurrý leiðir hópinn í 4 vikna í andlegt ferðalag og milli tímana styður hópinn með fræðslu og myndböndum af öndun og yogastöðum til að vinna heima.
Yama Yoga hjálpar þér að:
* Gefa þér aukin styrk og liðleika.
* Ráða betur við streitu og álag í lífinu.
* Aukin skilning á líðan og hvað er hægt að gera.
* Læra um grunnnstoðir Yogavísindana.
Yömurnar Fimm:
Yoga er í átta skrefum og fyrsta skrefið er að iðka Yömur hvort sem það er í yogaæfingum eða daglegu lífi. Förum í Yömurnar eins djúpt og hver og einn er tilbúin í, tengjum þær við yogastöður og daglegar athafnir.
Allir tímar enda á langri slökun í gegnum orkustöðvarnar okkar, djúpslökun með dáleiðsluívafi til að heila líkama, tilfinningar og huga.
Yogatímarnir eru að mestu HathaYoga en það er ein yogastaða í einu þar sem fókusinn er að komast inná við og gefa sér tíma í hverri stöðu og stutt flæði þar sem við á.
Innifalið í fjórar vikur:
* Yogatími alla fimmtudaga kl 19:30-20:45 í heitum yogasal
* Lokuð facebook grúppa með stuðning og fræðslu og heimaverkefnum
* Aðangur að báðum stöðvum Sporthússins
* Aðgangur að tækjasal Sporthússins og pottasvæði
* Aðgangur að öllum opnum tímum Sporthússins í Kópavogi og Reykjanesbæ