564 4050

Villa Styrkur | 4. okt

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 16.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 4. október

Salir

Gullsalur

Kennarar

Vilhjálmur Þóruson

ÍAK einkaþjálfari

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 14:00 GullsalurVilhjálmur
Kl. 15:00 Gullsalur Vilhjálmur

Fimmtudaga

Kl. 14:00 GullsalurVilhjálmur
Kl. 15:00 Gullsalur Vilhjálmur

4 vikna námskeið sem hefst 4. okt

SPORTHUSID_507

Villa-styrkur er námskeið fyrir ungmenni á framhaldsskóla aldri sem glíma við vandamál á borð við einhverfu, kvíða og þunglyndi og eru dottin úr hreyfingu.
Markmið námskeiðisins er að þátttakendur öðlist sjálfstæði inni í líkamsræktarsal og geti eftir námskeiðið haldið áfram að æfa sjálfstætt.

Ásamt því að fá kennslu í öllum helstu tækjum í líkamsræktarsal fá þátttakendur kynningu á:
● Ólympískum lyftingum
● Kraftlyftingum
● Hnefaleikum
● Brasilísku Jiu Jitsu

4 vikna námskeið kennt tvisvar í viku a þriðjudögum og fimmtudögum.
Tveir aldurshópar:
Hópur A fyrir 12-14 ára kenndur þri og fim kl. 14:00-15:00
Hópur B fyrir 15-17 ára, kenndur þri og fim kl. 15:00-16:00

Kennari námskeiðis:
Villi hefur starfað sem barna og unglingaþjálfari frá árinu 2005. Árið 2013 lauk Villi námi sem ÍAK einka og styrktarþjálfari og byrjaði að starfa einnig sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi. Í Sporthúsinu hefur Villi tekið að sér unglinga af báðum kynjum sem hafa verið með: Þunglyndi, kvíða, einhverfu og anorexiu.


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 16.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 4. október