564 4050

Viljastyrkur Villa | 10. jan

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 16.900,- kr.
4 vikna námskeið hefst 10. janúar

Salir

Gullsalur

Kennarar

Vilhjálmur Þóruson

ÍAK einkaþjálfari

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 14:00 GullsalurVilhjálmur
Kl. 15:00 Gullsalur Vilhjálmur

Fimmtudaga

Kl. 14:00 GullsalurVilhjálmur
Kl. 15:00 Gullsalur Vilhjálmur

4 vikna námskeið sem hefst 10. janúar 2023

Námskeið-heimasíða

Viljastyrkur Villa er námskeið fyrir ungmenni sem glíma við hamlandi erfiðleika í félagslegu samspili og eiga erfitt með að finna sína hreyfingu. Markmið námskeiðis er að efla öryggi og sjálfstraust ungmenna svo þau séu sjálfsöruggari í að halda áfram sinni hreyfingu í líkamsræktar sal okkar eða þeirri hreyfingu sem þau hafa áhuga á. Þjálfari námskeiðis hefur starfað með börnum og unglingum frá árinu 2005 og tekið að sér ungmenni af báðum kynjum.
Ungmenninn frá að prufa sig áfram í margskonar hreyfingu og hjálpar þjálfari þeim þannig að finna sína hillu.

Ásamt því að fá kennslu í öllum helstu tækjum í líkamsræktarsal fá þátttakendur kynningu á:
● Ólympískum lyftingum
● Kraftlyftingum
● Hnefaleikum
● Brasilísku Jiu Jitsu

4 vikna námskeið kennt tvisvar í viku a þriðjudögum og fimmtudögum.
Tveir aldurshópar:
Hópur A fyrir 12-14 ára kenndur þri og fim kl. 14:00-15:00
Hópur B fyrir 15-17 ára, kenndur þri og fim kl. 15:00-16:00

Kennari námskeiðis:
Villi hefur starfað sem barna og unglingaþjálfari frá árinu 2005. Árið 2013 lauk Villi námi sem ÍAK einka og styrktarþjálfari og byrjaði að starfa einnig sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi. Í Sporthúsinu hefur Villi tekið að sér unglinga af báðum kynjum sem hafa verið með: Þunglyndi, kvíða, einhverfu og anorexiu.


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 16.900,- kr.
4 vikna námskeið hefst 10. janúar