Styrkur og vellíðan | 1. mars
Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeiðTímar
Mánudaga
Miðvikudaga
Föstudaga
6 vikna námskeið hefst 1. mars
Styrkur og vellíðan með Unni Pálmars er 6 vikna námskeið og frábær leið til þess að koma þér af stað í átt að bættri heilsu andlega og líkamlega.
Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri.
Heildræn þjálfun sem hentar byrjendum sem og lengra komnum.
Mikil brennsla, styrktarþjálfun, jafnvægi, aðhald, góð fræðsla, vellíðan og hvatning fyrir iðkendur.
Unnur kennir fjölbreytta þjálfun eins og brennsluæfingar, Pilates, Yoga Flow, TABATA, styrktar, jafnvægis- - og liðleikaþjálfun.
Unnið er með góða líkamsbeitingu, brennslu- og lotuþjálfun ásamt að minnka streitu í lífi og starfi.
Innifalið á námskeiði:
• 3 fastir hóptímar í viku
• Fjölbreyttir & skemmtilegir hóptímar
• Styrktarþjálfun
• Árangursrík og vönduð þjálfun
• Aðgangur að lokuðu svæði fyrir matarræði og æfingar
• Ummálsmæling og vigtun í byrjun og lok námskeiðs
• Kennsla í heitum sal (35-37,5°C)
• Mikil skemmtun, góð fræðsla og aðhald
• Fyrirlestur um núvitund, markmiðasetningu og jákvætt líferni
• Fjölbreytt þjálfun, Fusion Pilates, Yoga Flow, HIIT þjálfun, Kick Fusion,Tabata og fleiri góðar æfingar
Námskeiðið er kennt mán, mið og fös kl. 09:00-10:00
Skráningarferlið:
Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.