564 4050

TÝR | ISR CAT - 8. okt

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 9.900,- kr.

Salir

TÝR salur

Kennarar

Jón Viðar Arnþórsson

Framkvæmdarstjóri ISR í Evrópu

Tímar

Sunnudaga

Kl. 12:00 ISR salur Jón Viðar

ISR CAT með Luiz Gutierrez verður 8. okt

120132666_357718165278054_7092967331575064902_n (1)

Kennt 8. okt kl. 18:00-21:00.

Á námskeiðinu kennir Luis þér að nota hluti í nærumhverfinu til þess að verja þig og nokkur brögð sem er gott að kunna þegar þú ert að ferðast, t.d. hvernig nota má trefla og klink til að verja sig. Hann kennir þér líka að nota hengingar í átökum, hvernig þú getur svæft andstæðing til að komast hjá því að skaða árásaraðilann varanlega en vanka hann nógu lengi til að koma þér úr aðstæðunum.

Námskeiðið er einungis ætlað konum og stelpum frá 13 ára aldri.

Við mælum með því að taka með sér hettupeysu sem má skemmast og tannhlíf (fæst t.d. í Sportvörum fyrir lítið).

119943824_2021863874615337_879046427613308704_o

Luis Gutierrez er einn færasti sjálfsvarnarkennari í heimi.
Hann er með þriggja gráðu svart belti í BJJ síðan 2005, stofnandi og framkvæmdastjóri ISR Matrix sjálfsvarnarkerfisins sem notað er víða um heiminn.
Luis hefur sjálfur stundað BJJ síðan 1992 og hefur einnig mikla reynslu sem þjálfari.
Hann hefur verið valinn þjálfari ársins af Glímusambandi Norður Ameríku (NAGA), þjálfað sérsveitir, lögreglulið og hersveitir út um allan heim sl. 20 ár, þ.m.t. FBI, DEA, DOD og AFOSI.

Ekki missa af þessu tækifæri til að æfa með þessum magnaða og reynslumikla þjálfara!


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 9.900,- kr.