564 4050

ISR Neyðarvörn - 20. okt

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 24.990,- kr.
1 vikna námskeið hefst 20. október

Salir

ISR Matrix Salur

Kennarar

Jón Viðar Arnþórsson

Framkvæmdarstjóri ISR í Evrópu

Tímar

Sunnudaga

Kl. 12:00 IRX salur Jón Viðar

1

Næsta grunnnámskeið ISR MATRIX hefst 20. okt

Um er að ræða almenna neyðarvörn sem ekki einblínir á ákveðna fagaðila eða konur sérstaklega.

Í neyðarvörn ISR eru slagsmál einfölduð. Lögð er áhersla á fáar en áhrifaríkar tæknir sem henta vel í frjálsum átökum þar sem engar reglur eru til staðar.

Gripið er í fatnað, umhverfi notað og bolabrögðum beitt til að yfirbuga árásaraðila. Notast er við hnefahögg, spörk, hengingar, glímutök og fellur en einnig taktík í átökum, skyndihjálp og vörn gegn vopnum fyrir lengra komna.

Lærðu að verja þig þar sem engar reglur gilda og enginn dómari er til staðar.

4

HÉR getur þú lesið meira um ISR Matrix.
HÉR má sjá heimasíðu ISR MATRIX.

Skoðaðu FB síðu ISR MATRIX.


Kennt:
Kl. 12:00-18:00 á sunnudegi + tvær kennslustundir með framhaldshóp í vikunni sem fylgir.

Búnaður:
Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með gamla peysu sem má rifna, tannhlíf og MMA hanska.

ATH. 16 ára aldurstakmark er á þetta námskeið.

Að grunnámskeiði loknu getur viðkomkandi sótt framhaldstíma í ISR (ISR 201) sem í boði eru á kvöldin ásamt HERMÓÐUR þrektímum.


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 24.990,- kr.
1 vikna námskeið hefst 20. október