564 4050

ISR Matrix Winter Training Camp

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 18.000,- kr.

Salir

ISR Matrix Salur

Kennarar

Jón Viðar Arnþórsson

Framkvæmdarstjóri ISR í Evrópu

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 09:00-16:00 ISR salur Dagur 1

Miðvikudaga

Kl. 09:00-16:00 ISR salur Dagur 2

Fimmtudaga

Kl. 09:00-16:00 ISR salur Dagur 3

Föstudaga

Kl. 09:00-16:00 ISR salur Dagur 4

4 daga training camp með Luis Gutierrez

Valknut

Luis Gutierrez er upphafsmaður ISR Matrix og framkvæmdastjóri. ISR Matrix er alhliða sjálfsvarnarkerfi sem byggir á einföldum grunni og auðvelt er að ná tökum á þar sem áhersla er lögð á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum. Luis hefur 40 ára reynslu af bardagaíþróttum og er með 3. gráðu svart belti í brasilísku jiu jitsu. Hann sá lengi um þjálfun sérsveitar bandaríska flughersins og hefur þjálfað lögreglulið, sérsveitir og hersveitir víðsvegar um heiminn. Luis þróaði einnig æfingakerfi sem hentar börnum og unglingum einstaklega vel og bardagaklúbbar vítt og breitt notast við.


82528428_1887868964691021_7931106400002899968_n

Námskeiðið skiptis þannig upp:

Dagur 1:
Návígi & standandi átök
Þriðjudagur 4. feb. kl. 09:00-16:00
Verð: 18.000 kr.

Dagur 2:
Gólfglíma
Miðvikudagur 5. feb. kl. 09:00-16:00
Verð: 18.000 kr.

Dagur 3:
Tæknivinna í teymum fyrir fagaðila og til sjálfsvarnar
Fimmtudagir 6. feb. kl. 09:00-16:00
Verð: 18.000 kr.

Dagur 4:
Lífvarsla – Grunntækni og aðalatriði lífvörslu
Föstudagur 7. feb. kl. 09:00-16:00
Verð: 18.000 kr.

Hægt er að kaupa alla 4 dagana á 57.600 kr.


82038054_474689716792486_7338046329244876800_n

Undirbúningur
Námskeiðið felur í sér létt og meðalmikil átök og stöðuga líkamlega áreynslu.
Við munum vinna innan getumarka hvers og eins þannig að allir læri og nái markmiðum námskeiðsins.

Ráðlagður búnaður
- Þægilegur æfingafatnaður
- Glímujakki eða peysa sem má skemmast fyrir grip og glímu
- Gómur & 14-16 OZ boxhanskar
- Vatnsbrúsi
- Aukabolir til skiptanna
- Léttir íþróttaskór
- Millimál


Verð 18.000,- kr.