564 4050

Hreysti & Vellíðan - 3. júní

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 22.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 6. maí

Salir

Salur 5

Salur 9

Kennarar

Heiðbrá Björnsdóttir

Hot Yoga kennari

Tímar

Mánudaga

Kl. 6:00 Salur 9 Heiðbrá

Miðvikudaga

Kl. 6:00 Salur 9 Heiðbrá

Föstudaga

Kl. 6:00 Salur 5 Heiðbrá

Heiðbrá (1 of 1)

Sumaráskorun 2019

4 vikna námskeið hefst 6. maí

Námskeið fyrir konur jafnt sem karla
ATH! 15 ára aldurstakmark er á þetta námskeið.

Árangursríkt æfingakerfi þar sem unnið er með þolþjálfun, styrktaræfingar, hot yoga og slökun. Tímarnir eru fjölbreyttir og kerfjandi og rík áhersla er lögð á að hver og einn vinni útfrá sinni eigin getu. Frábært námskeið fyrir þau sem vilja gott aðhald og alvöru áskorun.

Kennt er þrisvar í viku

Tveir tímar þar sem unnið er bæði í þol og styrk. Hámarksbrennsla og vöðvauppbygging er markmið okkar í þessum tímum. Uppbygging tímanna er fjölbreytt. Unnið er með eigin líkamsþyngd, teygjur, lóð, stangir og palla.

Einn endurnærandi tími í 37-40°C heitum sal þar sem farið er í kröftugar yoga æfingar með góðri slökun í lok hvers tíma. Markmið okkar í þessum tíma er að núllstilla líkamann.

Af hreinlætisástæðum er skylda að mæta með stórt handklæði eða yoga handklæði í tíma kennda í heita salnum.

Innifalið í námskeiði:

  • Heimaæfing einu sinni í viku
  • Aðgangur að lokaðri grúppu
  • Ótakmarkaður aðgangur að hóptímum Sporthússins og líkamsræktarsal meðan á námskeiði stendur
  • Ummálsmæling fyrir og eftir

Frábærir vinningar í boði fyrir besta árangurinn


Umsagnir iðkenda

Nina María Morávek
"Fjölbreyttir og skemmtilegir tímar sem reyna bæði á þol og styrk og hafa skilað mér miklum árangri. Þessir tímar henta allskonar fólki á öllum aldri þar sem Heiðbrá gefur hverjum og einum tækifæri á að aðlaga æfingarnar að sinni getu. Ég fer alltaf brosandi út eftir tímann og get því hiklaust mælt með þessu námskeiði."

Linda Björk Ómarsdóttir
"Frábært.. nei, besta námskeið sem ég hef farið á! Heiðbrá heldur vel utanum hópinn og hvetur mann áfram. Mánudagar og miðvikudagar eru fjölbreyttir tímar og svo er alveg dásamlegt að enda vikuna í heita salnum í yoga. Gerist ekki betra!"

Ágústa Lúðvíksdóttir
"Mjög gott námskeið hjá afskaplega færum og skemmtilegum kennara. Góð keyrsla og hvatning og heitu tímarnir í vikulok eru alveg til að toppa þetta. Heiðbrá fylgist einnig vel með öllum þátttakendum og ef hún veit af krankleika eða vandamálum hjá einhverjum passar hún upp á að fólk ofgeri sér ekki eða hún bendir á aðra æfingu sem hentar viðkomandi betur."
"Námskeiðið fær mína bestu einkunn og ég mun tvímælalaust skrá mig á fleiri námskeið hjá Heiðbrá."

Inga Lára Ólafsdóttir
"Þetta er frábært námskeið með fullkomnu jafnvægi milli þols-, styrktar-, og teygjuæfinga. Heiðbrá er frábær kennari, fylgist vel með öllum, gefur skýrar leiðbeiningar og hvetur mann til að fara alltaf aðeins lengar en maður hélt að væri mögulegt."
"Mæli 100% með námskeiðinu."

Alma (1 of 1)


Skráningarferlið

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
ATH. meðlimir Sporthússins fá 1 mánaðargjald í afslátt af námskeiði. Meðlimir með staðgreidd kort fá námskeiðatímann (4 vikur) bættan aftan á Sporthúskortið sitt.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu,
velja fjölda námskeiða og greiða þar.
3. Senda kortanúmer + gildistíma + kennitölu á netfangið alma@sporthusid.is og gengið verður frá greiðslu og skráningu fyrir þig.
4. Millifæra á reikning Sporthússins/Sporthöllin:
115-26-14050; kennitala: 500108-1690 og senda greiðslukvittun á netfangið alma@sporthusid.is.
ATH! upplýsingar sem þurfa að koma fram er hvaða námskeið er greitt fyrir sem og kennitala þátttakanda.


Verð 22.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 6. maí