564 4050

Hot Yoga Flow - Vinyasa Workshop - 3. mars

Upplýsingar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 8.990,- kr.

Fullbókað

Salir

Salur 5

Kennarar

Heiðbrá Björnsdóttir

Hóptímakennari

HotYogaFlowWorkshop3mars18

HOT YOGA FLOW/VINYASA WORKSHOP I

með Heiðbrá Björnsdóttur
Laugardaginn 3. mars kl. 12:30-16:30

Workshop I er fyrir alla, hvort sem þú ert reynslubolti í yoga eða ert að stíga þín fyrstu skref.

Workshop I er fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta einhverju nýju í reynslubankann, dýpka iðkun sína bæði í yoga stöðum sem og innra með sér.

Við hvetjum alla þá sem stunda Hot Yoga eða Hot Yoga Flow tímana sem eru kenndir í Sporthúsinu sem og þá sem hafa langað til þess að prófa yoga tíma og ekki fundið kjarkinn til þess enn.

Nú er tækifærið!

DAGSKRÁ

Laugardagur 3. mars kl. 12:30-16:30

Kl. 12:30-14:00
Upphitun hefst áður en farið verður ítarlega í öndun og sólarhyllingu A og B. Sólahyllingarnar verða kenndar skref fyrir skref og farið verður vel yfir rétta líkamsbeitingu.

Kl. 14:00- 14:15
Pása

Kl. 14:15-15:30
Farið verður vel yfir helstu stöður sem við erum að vinna með í yogaflow/Vinyasa tímunum. Stöður eins og Bardagamaður I, II og III, Þríhyrningur, viðsnúin þríhyrningur svo eitthvað sé nefnt.
Einnig verður farið yfir þær stöður sem nemendur óska eftir.

Kl. 15:30-16:30
60 mín Hot Yoga Flow tími með ítarlegum leiðbeiningum þar sem við munum njóta þess sem nemendur hafa lært yfir daginn.

Skráningarferlið

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar.
3. Hringja inn kortanúmer + gildistíma + kennitölu í síma 564-4050 og gengið verður frá greiðslu og skráningu fyrir þig.
4. Millifæra á reikning Sporthússins/Sporthöllin: 115-26-14050; kennitala: 500108-1690 og senda greiðslukvittun á netfangið gunnhildur@sporthusid.is
ATH! upplýsingar sem þurfa að koma fram er hvaða námskeið er greitt fyrir sem og kennitala þátttakanda.


Verð 8.990,- kr.