564 4050

Hot Fusion Pilates

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 22.990,- kr.

Fullbókað

Salir

Salur 5

Kennarar

Unnur Pálmarsdóttir

Hóptíma og námskeiðakennari

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 09:30 Salur 5 Unnur Pálmars

Fimmtudaga

Kl. 09:30 Salur 5 Unnur Pálmars

Næsta námskeið verður auglýst síðar

unnurpalmars

Hot Fusion Pilates er frábær leið til þess að koma þér af stað í átt að bættri heilsu andlega og líkamlega.

Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri.
Heildræn þjálfun sem hentar byrjendum sem og lengra komnum.
Styrktarþjálfun, jafnvægi, aðhald, góð fræðsla, vellíðan og hvatning fyrir iðkendur.
Hot Fusion Pilates styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið.

Í Fusion Pilates þjálfum við vel djúpvöðva líkamans. Unnið er með að styrkja vel kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Hot Fusion Pilates.
Unnið er með bolta,handlóð og teygjur með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum mjaðmir, grindarbotn, efri líkama og axlir.
Tímarnir enda á góðri slökun, núvitund og teygjum.
Fusion Pilates er kennt í heitum sal við ca. 37,5 gráður.

Endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku.


Innifalið á námskeiði:
• 2 fastir hóptímar í viku
• Fjölbreyttir & skemmtilegir hóptímar
• Styrktar-, liðleika- og jafnvægisþjálfun
• Stoðkerfisþjálfun
• Árangursrík og vönduð þjálfun
• Aðgangur að lokuðu svæði fyrir matarræði og æfingar
• Ummálsmæling og vigtun í byrjun og lok námskeiðs fyrir þá sem vilja
• Kennsla í heitum (37,5°C)
• Fyrirlestur um núvitund, markmiðasetningu og jákvætt líferni

Unnur Pálmarsdóttir er höfundur að líkamsræktarkerfinu Fusion Pilates.

Námskeiðið er kennt þri og fim kl. 09:30-10:30


Ummæli:

Bergþóra Hrund Ólafsdóttir “Frá því að ég datt inn á Fusion Pilates námskeið hjá Unni Pálmarsdóttur fyrir ári síðan hef ég tekið hvert námskeiðið á fætur öðru og í fyrsta sinn lengi fundist virkilega skemmtilegt að mæta í leikfimi. Tímarnir skiptast í Fusion Pilates æfingar tvisvar í viku og fjöruga stöðvaþjálfun einu sinni í viku sem er fín blanda af styrktaræfingum og brennslu. Unnur er einstaklega hvetjandi leiðbeinandi og nær að skapa góða stemmingu í hópnum. Ég get klárlega mælt með Fusion Pilates hjá Unni Pálmars fyrir þær sem vilja koma leikfimi inn í rútínuna hjá sér og hafa gaman í leiðinni.”

Guðlaug Edda Steingrímsdóttir “Fusion Pilates námskeiðið er eitt besta námskeið sem ég hef sótt. Ég fékk brjósklos fyrir nokkrum árum og Fusion Pilates bjargaði mér algjörlega, æfingarnar styrkja allan líkaman og sérstklega miðjuna, það sem er frábært við þetta Fusion Pilates námskeið er að tímarnir eru 3x í viku og þá er einn tíminn stöðvaþjálfun þar sem Pilates æfingar eru í bland við aðrar æfingar. Ég elska að mæta í þessa tíma, frábær kennari og skemmtilegur félagsskapur.”


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 22.990,- kr.