TÝR | ISR Clutch - 25. okt
Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeiðTímar
Sunnudaga
ISR Clutch námskeið með Luiz Gutierrez
Kennt 25. okt kl. 11:00-15:00.
INSIDE THE FIGHT
Á námskeiðinu verður farið í ,,Dirty boxing” og ,,Dirty judo”.
ISR Clutch er kerfi sem hentar í raunverulegum aðstæðum, það er einblínt á einfalda og áhrifaríka tækni.
Þú lærir að verja þig og kýla frá þér í mikilli nálægð og nota fatnað andstæðings til að yfirbuga hann.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra að verja sig.
Við mælum með því að taka með peysu sem má skemmast, tannhlíf og MMA hanska.
Luis Gutierrez er þjálfari námskeiðsins.
Hann er með þriggja gráðu svart belti í BJJ síðan 2005 og hefur hefur stundað BJJ síðan 1992. Luis hefur mikla reynslu sem þjálfari og var valinn þjálfari ársins af Glímusambandi Norður Ameríku (NAGA) árið 2003.
Luis er stofnandi og framkvæmdastjóri ISR Matrix sjálfsvarnarkerfisins sem er undirstaðan í allri hans kennslu en hann hefur þjálfað sérsveitir, lögreglulið og hersveitir um allan heim sl. 20 ár, þ.m.t. FBI, DEA, DOD og AFOSI svo eitthvað sem nefnt.
Ekki missa af þessu tækifæri til að æfa með þessum magnaða og reynslumikla þjálfara!
Skráningarferlið:
Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.