TÝR | Sjálfsvörn og neyðarvörn fyrir konur
Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeiðKennarar
Tímar
Laugardaga
Næsta námskeið í sjálfs- og neyðarvörnum fyrir konur verður 14. janúar
Fjögurra tíma námskeið þar sem nemandinn lærir undirstöðu atriði í sjálfsvörn og neyðarvörn
Sjálfsvörn fyrir konu (ISR CAT) var í fyrstu hannað fyrir konur sem starfa fyrir leyniþjónustur og sérsveitir í Bandaríkjunum.
Það var hannað með það fyrir augum að konurnar gætu varið sig sjálfar og komið sér undan árásaraðilum, eða í versta falli varist þar til aðstoð bærist.
Í ISR CAT er lögð áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila.
Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan.
Sjálfsvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig taktík þeim tengdum. Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist. Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur.
Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af
Kennt laugardag kl. 12:00-16:00
ATH. 14 ára aldurstakmark er á þetta námskeið.
Þjálfari á námskeiðinu er Imma Helga
Imma hefur yfir 20 ára reynslu í bardagaíþróttum og þjálfun
Skráningarferlið:
Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.