Bandvefslosun og Teygjur með Heklu | 28. feb & 1. mars
Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeiðKennarar
Tímar
Þriðjudaga
Bandvefslosun og Teygjur með Heklu
Næstu námskeið hefjast 28. febrúar + 1. mars og verða kennd í infrared sal Áróra Yoga
Bandvefslosun og teygjur er námskeið fyrir þá sem vilja hlúa vel að líkama sínum
Á námskeiðinu notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans auk þess að gera teygjuflæði til þess að auka hreyfanleika.
Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða.
Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.
Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.
Þess má geta að námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og því er mikilvægt að allir fari á sínum hraða í gegnum námskeiðið.
Bandvefslosun hjálpar til við að:
• draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu
• auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
• bæta líkamsstöðu
• undirbúa líkamann fyrir átök
• draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt
Boðið verður uppá 2 námskeið:
Mánudaga kl. 19:00-20:00
Þriðjudaga kl. 19:00-20:00 - FULLT
Þriðjudaga kl. 20:10-21:10
Skráningarferlið:
Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Við skráningu á námskeið samþykki ég skilmála Sporthússins
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.
Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.