564 4050

Bandvefslosun og Teygjur II | 3. júní

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 14.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 31. maí

Salir

Salur 5

Kennarar

Erla Guðmundsdóttir

Íþróttafræðingur M.sc og Heilsumarkþjálfi

Hekla Guðmundsdóttir

Stofnandi Body Reroll

Tímar

Fimmtudaga

Kl. 10:50 Salur 5 Erla

Bandvefslosun og Teygjur

Næsta námskeið hefst 3. júní

IMG_2877

Á þessu námskeiði förum við dýpra í að losa um spennu í vöðvum og bandvef líkamans.

Þetta námskeið hentar þeim sem stunda hreyfingu eins og Crossfit, hjól eða hlaup, hafa lokið Bandvefslosun og Teygjur I, eða hafa mætt í Body Reroll og treysta sér í djúplosun.

Það er ekki nauðsynlegt að hafa lokið byrjendanámskeiðinu til að skrá sig.


Bandvefslosun og Teygjur II með Erlu er kennt fim kl. 10:50

Til að sjá og mæla árangur mælum við hreyfigetu í upphafi og lok hvers tíma.


Ummæli:

"Eftir að hafa sótt tíma í Foam Flex í Sporthúsinu hjá Heklu og haft mikið gott og gagn af þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar áður en ég skráði mig á lokað námskeið í Bandvefslosun sem hún hélt fyrr á þessu ári. Á þessu námskeiði lærði ég fjöldan allan af nýjum góðum æfingum með ýmsum tegundum af boltum. Hekla er einstaklega góður kennari og hefur mjög ljúfa og góða nærveru. Það fer ekki milli mála að vellíðan viðskiptavinarins er í fyrirrúmi hjá henni. Ég kom alltaf sultuslök úr tímum og leið dásamlega."

Sigríður Pálsdóttir

"Að stunda Foam Flex reglulega finnst mér vera frábær endurheimt, hefur aukið líkamsvitund mína og losað mig algjörlega við vöðvabólgu í herðum sem hrjáði mig gjarnan. Auk þess eru tímarnir hennar Heklu, í heita salnum, afar notalegir og hún sýnir gjarnan margar mismunandi aðferðir svo allir geti tekið þátt; algjörar gæðastundir fyrir sál og líkama. Þrátt fyrir að hafa stundað Foam Flex frá 2016 og mjög reglulega frá 2018, þá var lokaða námskeiðið frábær viðbót til að læra flóknari æfingar, taka dýpra á ákveðnum vandamálasvæðum og læra á fleiri bolta í fámennari hóp en í opnu tímunum."
Íris Dögg Ingadóttir


Skráningarferlið:

Formleg skráning getur ekki tekið gildi fyrr en greitt er.
Meðlimir Sporthússins fá afslátt af námskeiðinu. Best er að greiða í móttöku okkar eða senda póst á alma@sporthusid.is.

Greiðslumátar eru eftirfarandi:
1. Koma niður í Sporthús, skrá og greiða í afgreiðslunni.
2. Kaupa námskeið hér í vefverslun hér að neðan, velja námskeið og setja vöru í körfu, velja fjölda námskeiða og greiða þar. Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum sem og Netgíró.


Verð 14.990,- kr.
4 vikna námskeið hefst 31. maí