564 4050

Bandvefslosun og Teygjur | 3. júní

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 5

Kennarar

Hekla Guðmundsdóttir

Stofnandi Body Reroll

Tímar

Þriðjudaga

Kl. 18:45 Salur 5 Hekla

IMG_2877

Bandvefslosun og teygjur er námskeið fyrir þá sem vilja hlúa vel að líkama sínum

Næsta námskeið hefst 3. júní (skráning hér neðar)

Við bandvefslosun notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.

Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.
Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.

Þessar æfingar hjálpa til við að:
• draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu
• auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
• bæta líkamsstöðu
• undirbúa líkamann fyrir átök
• og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt

Tvenns konar námskeið eru í boði

Bandvefslosun og teygjur I er fyrir þá sem eru að koma sér af stað í líkamsrækt, hafa mikinn stífleika og/eða vilja mjúka losun.
Bandvefslosun og teygjur II er fyrir þá sem eru í mikilli hreyfingu, hafa verið að mæta í Foam Flex eða Body Reroll og treysta sér í dýpri losun.


Ýttu á nafn námskeiðiðs hér að neðan og sjáðu hvenær næstu námskeið hefjast

Bandvefslosun og Teygjur I - AUGLÝST SÍÐAR
Bandvefslosun og Teygjur II - HEFST 3. JÚNÍ