564 4050

ISR Matrix

NEYÐARVÖRN - ÖRYGGISTÖK - ÞREKÞJÁLFUN


ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni sem auðvelt er að ná tökum á en felur í sér áhrifaríkar tæknir sem virka vel gegn erfiðum árásaraðila.

Um er að ræða tæknir sem eiga uppruna sinn í glímu (freestyle, bjj og júdó) en einnig tæknir úr hnefaleikum og muay thai þegar neyðin kallar.
Þjálfunin er hugsuð sem alhliða líkamsrækt en æfingar miða helst að því að vera styrkleikamótun fyrir aðrar greina ISR Matrix.

ISR er hægt að leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem það byggir á en áherslan er á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum.

Handalögmál eru óútreiknanleg og lifandi. Árásaraðilar standa ekki kyrrir og þeir sýna ekki alltaf þau viðbrögð sem við búumst við og viljum fá frá þeim. Þeir slá á móti og eru hreyfanlegir. Þess vegna er æft lifandi í ISR líkt og gert er í íþróttunum sem ISR byggir á. Glímt er frjálst og slegist er með boxhönskum. Við leggjum áherslu á að þjálfunin skili sér í raunverulegum átökum en pössum einnig vel upp á að enginn fari fram úr sér og að enginn meiðist. Það græðir enginn á því að láta berja sig ítrekað í höfuðið eða láta skella sér harkalega í gólfið. Í ISR á engum að líða illa og við leggjum mikla áherslu á að engir fautar og ofbeldismenn fái að æfa hjá okkur. Allir fara á sínum hraða og sýna æfingarfélögum sínum skilning og virðingu.

Grunnurinn er hafður eins einfaldur og kostur er á en nógu öflugur til að nýtast í frjálsum átökum. ISR býður síðan upp á heilan heim af möguleikum fyrir þá sem vilja læra og æfa meira. Allt saman miðar að því að vera einfalt en áhrifaríkt og að henta átökum eins og þau gerast í raunveruleikanum, þar sem engar reglur eru og enginn dómari er til staðar.

Skoðaðu FB síðu ISR MATRIX.


3

Námskeið og framhaldstímar

ISR býður upp á almenn námskeið og framhaldstíma fyrir bæði kyn en einnig námskeið og tíma sem eru eingöngu fyrir konur ISR CAT.
Þar að auki höldum við reglulega sérhæfðari námskeið, svo sem ÖRYGGISTÖK, Flótta & Undankomu og Varnir gegn vopnum, fyrir áhugasama.

Auk ISR 201 (framhaldstímar að loknu grunnnámskeiði) eru þrektímar HERMÓÐUR í boði fyrir alla ákrifendur ISR.

Það eru engar þægilegar, styttri leiðir, til að verða skilvirkur í átökum, eina leiðin til að verða góður er að æfa sig.

Í framhaldstímum fá iðkendur meiri mótspyrnu og æfingar verða meira krefjandi. Grunnurinn er æfður betur og nýju bætt við. Framhaldstímar ISR eru öll virk kvöld samkvæmt stundatöflu.

7


Næstu grunnnámskeið ISR Neyðarvörn má sjá HÉR.

Næstu grunnnámskeið ISR Neyðarvörn fyrir konur má sjá HÉR.

Heimasíðu ISR MATRIX má sjá HÉR.

Vinsælt

Bootcamp Skæruliðar - 10. sept

HIIT

Unglingahjól - 17. sept

Hot Core

ISR Neyðarvörn KVK - 29. sept

Hot Yoga Flow

Spartan SGX - 1. maí

Yogalates